Háskólahermir

Undanfarin ár hefur Háskóli Íslands staðið fyrir Háskólahermi. Þar sem nemendur fá innsýn inn í námsframboð Háskóla Íslands. Nemendur heimsækja fræðasvið háskólans og leysa ýmis verkefni sem tengjast námi og störfum viðkomandi deilda.

Háskólahermir verður haldinn dagana 1. og 2. febrúar og er nemendum að kostnaðarlausu. Frá FSN munu að þessu sinni fara ellefu nemendur. En síðustu tvö ár hafa farið í kringum 15 nemendur frá FSN í háskólaherminn og verið mjög ánægð með veru sína í háskólanum.
https://www.hi.is/haskolahermir