Skólasetning og fyrsti kennsludagur á vorönn 2018.

 

Skólasetning og fyrsti kennsludagur á vorönn 2018.
Skólasetning og fyrsti kennsludagur á vorönn 2018 er föstudaginn 5.janúar kl. 8:30.
Að lokinni skólasetningu hefst kennsla samkvæmt stundatöflu.
Stundatöflubirting í INNU verður 4. janúar.

Þeir nemendur sem hafa fengið samþykkta skólavist hafa fengið tölvupóst.
Greiðsluseðill hefur verið stofnaður í einkabanka nemenda eða í einkabanka fyrsta forráðamanns skv. Innu.
Skólagjöld eru:
Innritunargjald kr. 6.000
Þjónustugjald * kr. 8.500
Nemendafélagsgjald kr. 3.500 (valfrjálst)
Samtals: kr. 18.000

*Prentun, ljósritun, tölvuþjónusta og aðgangur að þráðlausu neti.
Skólagjöld án nemendafélagsgjalds eru kr. 14.500, hægt er að greiða inn á seðilinn.
Gjalddagi er 1. desember og eindagi er 15. desember.

Þeir sem hafa einhverjar spurningar er bent á að senda tölvupóst á fsn@fsn.is eða hafa samband við skrifstofuna.

Þeim sem óska eftir því að vera í rútuakstri er bent á að sækja sérstaklega um það – sjá hér:Umsókn_rúta_V18