Berlínarfarar

Berlínaráfanganum lauk með mjög skemmtilegri ferð til Berlínar 21. – 25.apríl, í fylgd þeirra Hólmfríðar þýskukennara og Lofts enskukennara.

Ahoj-hoj

Við Hólmfríður fórum til Berlínar með fríðu föruneyti nemenda úr FSN dagana 21.-25. apríl. Í heildina gekk ferðin alveg glimrandi vel og yfir fáu sem engu að kvarta. Hópurinn hittist á Keflavíkurflugvelli kl. 03 aðfaranótt föstudagsins 21. apríl og við vorum lent í Berlín laust eftir hádegi þann sama dag.
Continue reading

Skíðaferð

Gallery

This gallery contains 20 photos.

Fyrir páska fór hópur nemenda í áfanganum íþró1sk02 til Akureyrar í skíðaferð. Nemendur voru 32 og virtust allir skemmta sér mjög vel í ferðinni. Við náðum þremur dögum í Hlíðarfjalli, sem er besta skíðasvæði landsins þar sem brekkurnar henta fyrir … Continue reading

Innritun í fjarnám

Innritun í fjarnám á haustönn 2017 er nú hafin. Áfanga í boði má sjá á heimasíðu skólans undir fjarnám og á sama stað fer skráning fram. Athugið að um leið og fyllist í áfanga detta þeir út af listanum og því er um að gera að vera snemma á ferðinni.