Umsagnir nemenda

Nú hafa allir nemendur fengið fyrstu umsögn haustannar og geta nemendur og foreldrar/forráðamenn séð þær í Innu.
Foreldrar/forráðamenn skrá sig í Innu með íslyklinum sínum eða rafrænum skilríkjum og velja að skoða einkunnir/umsagnir hjá barni sínu og velja svo að sjá tölfræði og þá ætti umsögn að birtast.