Boxið

Boxið, framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, verður haldin í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 11. nóvember. Tilgangur Boxins er að vekja áhuga framhaldsskólanemenda á tækifærum í tækni- og tölvunarfræðinámi á háskólastigi. Fyrirtæki í iðnaði taka þátt í keppninni, með því að útbúa þrautir í samvinnu við kennara í tölvunarfræði-, tækni- og verkfræðideildum háskólans.

Hverjum framhalds-/menntaskóla býðst að senda allt að 3 lið til keppni og skal fjöldi meðlima liðsins vera 5.  Öll liðin taka þátt í undankeppni og stigahæsta lið skólans fær svo að taka þátt í aðalkeppninni. Þ.e. einungis eitt lið frá hverjum skóla hefur tök á að komast í aðalkeppnina.

Tilkynna þarf þátttöku liða fyrir miðnætti 18. október svo endilega drífa sig.

Ef áhugi er fyrir því að taka þátt, hvet ég ykkur til að hafa samband við Freydísi kennara.

 

Eins og undanfarin ár mun RÚV taka keppnina upp og sjónvarpa í byrjun næsta árs.