Innritun á vorönn 2019

Dagana 1. – 30. nóvember er opið fyrir umsóknir á vorönn 2019

Sameiginlegt umsóknartímabil framhaldsskóla sem bjóða upp á innritun fyrir nám á vorönn 2019 verður dagana 1. – 30. nóvember. Skráning fer fram rafrænt á menntagatt.is

Nánari upplýsingar um skráningu gefur skrifstofa skólans í síma 430-8400

Dagur íslenskrar tungu

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í tuttugasta og þriðja sinn föstudaginn 16. nóvember nk. Dagurinn hefur fest sig í sessi sem sérstakur hátíðisdagur íslenskunnar og kjörið tækifæri til þess að fagna því sem vel er gert og minna á mikilvægi tungumálsins okkar.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa saman að kynningu á þessum degi og vilja hvetja sem flesta til þess að fagna honum með sínum hætti og hafa þá íslenskuna í sérstöku öndvegi..