Lokaverkefni í jarðfræði

Nú í haust hafa verið kenndir tveir jarðfræðitengdir áfangar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga en það eru almenn jarðfræði og jarðsaga. Snæfellsnes er eins og margir vita mjög merkilegt jarðfræðilega séð og ná nemendur því oft vel að tengja nærumhverfið við námsefnið. Nú standa yfir lokaverkefnadagar í skólanum og fóru nemendur í almennri jarðfræði í Stykkishólm og heimsóttu Eldfjallasafnið. Þar fengu nemendur góða leiðsögn frá Sigurði Grétari starfsmanni safnsins en flestir voru að heimsækja þetta safn í fyrsta sinn.

Nemendur í STÆR2SD05 eru að vinna verkefni sem heitir: ,,hollráð til jafningja“

Þessa dagana eru nemendur að vinna að lokaverkefnum annar í sínum áföngum. Lokaverkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg þessa önnina. Nemendur í STÆR2SD05 eru að vinna verkefni sem heitir: ,,hollráð til jafningja“, áfanginn er fjármálalæsisáfangi og var markmið lokaverkefnisins það að veita jafningjum fjármálafræðslu og/góð ráð og miðla þannig því sem þau hafa lært á önninni. Nemendur fengu algjörlega frjálsar hendur með það hvernig þeir skiluðu frá sér jafningjafræðslunni enda vita þau betur en kennari hvar er best að nálgast sína jafninga.

Einn hópurinn bjó til instagram aðgang og hefur nú síðan í síðustu viku birt eitt gott ráð á dag og munu gera út þessa viku.
Endilega skoðið þetta frábæra verkefni sem Diljá Birna, Emilía Björg og Alma Jenný standa fyrir.