Kvennafrí

Mánudaginn 24. október, á kvennafrísdeginum,  munu konur leggja niður vinnu kl. 14:38. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla og samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9 – 17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38  (http://kvennafri.is/kjarajafnretti-strax-kvennafri-manudaginn-24-oktober-kl-1438/)
Kennslu í FSN verður hætt kl. 13.55 og rútur fara heim kl. 14 þennan dag.