West Side og breytingar á rútuferðum

 

vestÁ morgun, fimmtudaginn 27. október fer fram hin árlega West Side keppni og dansleikur framhaldsskólanna á Vesturlandi. Að þessu sinni fer West Side fram í Borgarnesi og fara um 90 nemendur frá FSN þangað á morgun. Af þeim sökum fellur kennsla niður frá kl. 13.20 en rútur fara heim kl. 13.30.

Föstudaginn 28. október hefst kennsla kl. 9.45 og fara því rútur frá Hellissandi kl. 8:50, Rifi kl. 8:53, Ólafsvík kl. 9:05 og Stykkishólmi kl. 8:50.

Heimferð á föstudag verður svo flýtt um 15 mínútur svo nemendur úr framhaldsdeildinni getið tekið Baldur yfir Breiðafjörð. Rútur fara því frá FSN kl. 14:15 á föstudag.