Nemendur í hönnun og smíði undirbúa verkefni

Í áfanganum HÖNN1ST05 eru nemendur að vinna að hönnun á þægilegum stólum fyrir stelpurnar í eldhúsinu. Þeir verða fyrir utan eldhúsið í FSN svo þar geti þær hvílt lúin bein í sólinni eftir að hafa eldað dýrindis mat fyrir okkur. Hér má sjá frumskissu að stól og nemendur að mæla Önnu matráð út svo stóllinn komi til með að henta henni.