Framhaldsskólahermir 2018

Í dag er Framhaldsskólahermir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hér höfum við nemendur úr 10.bekkjum grunnskólans í Stykkishólmi, grunnskólans í Grundarfirði, grunnskólans í Snæfellsbæ og grunnskólans á Lýsuhóli. Í Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði eru nemendur úr grunnskólum á Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði. Þetta unga og efnilega fólk fær að prófa hvernig er að vera í FSN og kynnast skólastarfinu lítillega.Hér eru myndir af þeim í fyrsta tíma dagsins.