Forvarnarfulltrúi FSN

Forvarnarfulltrúi FSn, María Kúld, hóf starf vetrarins í samvinnu við Minningarsjóð Einars Darra. Sjóðurinn gaf armbönd sem nemendur og starfsfólk gátu fengið sér, að bera armbandið er tákn um samstöðu en einnig er það ætlað til að fá fólk, sér í lagi ungmenni til að horfa á armbandið og hugsa sig tvisvar um áður en þau misnota lyf eða önnur vímuefni.


Forvarnarteymi skólans tók einnig þátt í viðburðinum. Teymið, sem er nýtt af nálinni, samanstendur af forvarnarfulltrúa, námsráðgjafa, skólameistara, fulltrúum foreldra auk fulltrúum nemenda. Hlutverk forvarnarteymisins er að upplýsa, vekja til umhugsunar, og fræða nemendur um það sem er í gangi í samfélaginu hverju sinni. Teymið mun standa fyrir ýmsum skemmtilegum og áhugaverðum viðburðum í skólanum í vetur.

Myndir:Tómas Freyr Kristjánsson