West Side

West Side fimmtudaginn 11. október.

West Side er stærsti viðburður framhaldskólanna á Vesturlandi, FSN, FVA og MB og verður haldinn fimmtudaginn, 11. október. Í þetta sinn er þessi viðburður á vegum Nemendafélags FSN. Keppnin er haldin í íþróttahúsi Snæfellbæjar í Ólafsvík og um kvöldið er dansleikur Félagsheimilinu Klifi Ólafsvík.

Dagskrá

  •  Kl. 15:35 Rútur fara frá FSN út í Snæfellsbæ og inn í Stykkishólm fyrir þá sem ekki taka þátt í West Side.
  • Kl.17:00  West Side hefst með Gettu Betur keppni á milli skólanna og síðan verður haldin íþróttakeppni þar sem keppt verður í fótbolta, körfubolta og blaki.
    • Gettu Betur keppnin og íþróttakeppnin verða haldnar í Íþróttahúsi Snæfellsbæjar í Ólafsvík.
  • Kl. 22:00 er ball í Félagsheimilinu Klifi.
  • Kl.01:00 Rútur fara heim að balli loknu.

 

Athugið:

  • Það verður hægt að skilja eftir skólatöskurnar á skrifstofu FSN.
  • Íþróttahúsið verður opið til kl 22:00 og þar verður aðstaða fyrir nemendur til að undarbúa sig fyrir ball.

 

100 krónur af hverjum seldum miða renna í Minningarsjóð Einars Darra, sem stendur fyrir og styrkir þjóðarátak gegn misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja og annarra fíkniefna. Einar Darri var 18 ára þegar hann féll frá þann 25. maí vegna lyfjaeitrunar. Við viljum hvetja alla til þess að láta gott af sér leiða og styrkja þetta málefni.

#egabaraeittlif
Kennitala: 510718-1510
Reikningsnúmer: 552-14-405040

 

Frekari upplýsingar er að finna inn á viðburði West Side á facebook síðu nemendafélagins.