Skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Mánudaginn 24.september hélt ný skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga sinn fyrsta fund. Síðasti fundur skólanefndar FSN var 5.desember 2016 en skólinn hefur verið án skólanefndar síðan þá. Ný skólanefnd var skipuð 12.júní og er hún þannig skipuð: Aðalmenn án tilnefningar: Vilborg Lilja Stefánsdóttir, Örvar Marteinsson og Helga Guðmundsdóttir.

Aðalmennt samkvæmt tilnefningu Grundarfjarðar, Snæfellsbæjar og Stykkishólms: Björg Ágústsdóttir og Hilmar Már Arason.  Einnig sátu fundinn Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari, Sólrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Ragnheiður Ingólfsdóttir áheyrnarfulltrúi nemenda, Erna Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi kennara og Guðrún  Jóna Jósepsdóttir fjármálastjóri sem ritaði fundargerð.

Skólanefndin kemur saman 4-6 sinnum á vetri og er skólameistara til ráðgjafar og er hlutverk hennar samkvæmt lögum um framhaldsskóla að:

 1. marka áherslur í starfi skólans og stuðla að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf,
  b. vera skólameistara til samráðs um námsframboð skóla,
  c. staðfesta skólanámskrá að fenginni umsögn almenns skólafundar og fylgjast með framkvæmd hennar,
  d. veita skólameistara umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun í samræmi við niðurstöður fjárlaga og fylgjast með framkvæmd hennar,
  e. vera skólameistara til samráðs um fjárhæð þeirra gjalda sem skólameistari ákveður skv. 45. gr.,
  f. vera skólameistara til samráðs um samninga sem viðkomandi skóli gerir,
  g. vera skólameistara til samráðs um starfsmannamál,
  h. veita ráðherra umsögn um umsækjendur um stöðu skólameistara.

 

Skólameistari setti fund og bauð fundarmenn hjartanlega velkomna eftir langt hlé. Skólameistari gaf nefndinni orðið og var samþykkt samhljóða að skipa Björgu Ágústsdóttur formann skólanefndar á ný en hún var formaður nefndarinnar á síðasta tímabili. Formaður þakkaði traustið og tók við stjórn fundarins. Formaður bauð nýja nefndarmenn sérstaklega velkomna.

Í fundarlok var ljósmyndari Skessuhorns boðaður á staðinn til að taka mynd af nefndinni.