Stefnur og markmið

Hlutverk og megináherslur

FSN er framhaldsskóli sem starfar samkvæmt lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008, með síðari breytingum og reglugerðum sem settar eru með stoð í þeim. Hlutverk framhaldsskóla er tilgreint í 2.gr. laga nr. 92/2008 og skal starfsemi FSN þjóna því.

Einkunnarorð FSN eru framsækinn framhaldsskóli. Allt frá upphafi hefur skólinn unnið allar kennsluáætlanir með það fyrir augum að þær henti hvort sem er dagskóla- eða dreifnemendum. Þessi skipan hefur gert það að verkum að nemendur í dagskóla, framhaldsdeildinni á Patreksfirði og dreifnemendur sem eru í sama áfanga eru öll í sama hópnum. Áherslur í námi og kennslu taka mið af  því að efla ábyrgð nemenda í námi og faglegan styrk kennara í starfi.  Skólinn mun áfram stefna að því að vera leiðandi í þróun nýrra kennsluhátta og nýtingu upplýsingatækni, með sérstakri áherslu á nám í dreifðum byggðum.  Kappkostað er að starfsfólk sé hæft, sjálfsgagnrýnið, opið fyrir nýjungum og fái tækifæri til starfsþróunar.

Stjórn skólans er í höndum skólameistara og aðstoðarskólameistara. Skólanefnd markar áherslur í starfi skólans og stuðlar að sem bestri þjónustu við íbúa á starfssvæði skólans og tengslum hans við atvinnu-, félags- og menningarlíf. Skólanefnd staðfestir skólanámskrá, veitir umsögn um árlega starfs- og fjárhagsáætlun auk samráðs og eftirlits með starfi skólans.  Við skólann starfar auk stjórnenda námsráðgjafi (65%), fjármálastjóri (100%), deildarstjóri starfsbrautar, deildarstjóri framhaldsdeildar á Vestfjörðum, ritari, húsvörður, kerfisstjóri, 3 ræstitæknar, 4 stuðningsfulltrúar og  16 framhaldsskólakennara.

Viðfangsefni

FSN stuðlar að markvissri framþróun með útgáfu skólanámskrár, setningu námsbrautalýsinga og ástundun virks innra mats, samkvæmt lögum um framhaldsskóla. Jafnframt birtir hann á aðgengilegan hátt á vef sínum sem mest af mikilvægum upplýsingum um áherslur skólans, einkenni, starf innan hans og árangur í starfi.

Viðauki við skólasamning fyrir árin 2015 og 2016 milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Markmið

 Aðlaga starfsemi FSN að breyttum áherslum sem byggja á því að sinna fyrst og fremst kjarnastarfsemi og draga þar með úr umfangi dreif- og fjarnemenda.

Þessu markmiði verði náð m.a. með:

 • Draga úr kynningu á dreifnámi skólans fyrir 18 ára og eldri.
 • Auka samstarf á milli skólastiga.
 • Finna samstarfsflöt fyrirtækja, stofnana og FSN með vinnustaðanám í huga.

 

 • FSN stefnir að samnýtingu kennara á milli framhaldsskóla. Skólinn hefur leitt Sprotaverkefni í vetur þar sem unnið var með hugmyndir til þess að þetta geti orðið að veruleika.
 • Semja við annan framhaldsskóla um útfærslu fjarnáms er byggir á hugmyndum um mentor.
 • Semja við annan framhaldsskóla um samnýtingu kennara þ.e. að einn og sami kennarinn hafi vinnuskyldu í tveim skólum.
 • Að styrkja nýjar námsbrautir í sessi á samningstímanum.
 • Halda áfram kynningum á nýjum námsbrautum og þeim hugmyndum sem þær byggja á.
 • Fylgjast með hvernig grunnþáttunum reiðir af á nýju brautunum.
 • Sækja um breytingar á brautunum ef þurfa þykir.
 • Innleiða vinnumat kennara.
 • Vinna mat á hverjum áfanga fyrir sig í samvinnu við kennara.
 • Finna út hvaða aðra vinnu kennarinn geti innt af hendi ef hann nær ekki ráðningarhlutfalli sínu með tiltekinni kennslu.
 • Halda öllum upplýstum um framgang þessa nýja fyrirkomulags.
 • Að reksturinn verði í samræmi við fjárlög 2015-2016.
 • Aðhald í almennum rekstri.
 • Halda launakostnaði á sömu nótum og verið hefur þrátt fyrir óvissuna sem af nýju vinnumati leiðir.
 • Endurskoða rekstur framhaldsdeildarinn á Patreksfirði.
 • Innleiða vendikennslu.
 1. Hafa námskeið fyrir kennara þar sem þeir læra aðferðir sem nýtast í vendikennslu.
 2. Innleiða vendikennslu í nokkrum áföngum.
 3. Hafa vinnufundi með kennurum þar sem þeir æfa aðferðir vendikennslu.
 4. Skólinn lýsir yfir því að vendikennsla sé nýtt í skólanum.

 

www.fsn.is