Námið

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er framhaldsskóli með sveigjanlegt og nýstárlegt námsfyrirkomulag þar sem námsrýmin eru opin og allt nám er skipulagt með aðstoð kennslukerfisins „Moodle“. Frá stofnun skólans árið 2004 hefur hann verið leiðandi í breyttum kennsluháttum og í nýtingu upplýsingatækni í skólastarfi. Þar af leiðandi tekur skipulag kennslunnar mið af þessu tvennu. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð og að nemandi tjái sig um efni áfangans bæði munnlega og skriflega. Námsmatið byggir á hugmyndum um leiðsagnarmat þar sem kennarinn er að meta vinnu nemenda frá viku til viku.

 

Nýjar námsbrautir við FSN

  1. Félags- og hugvísindabraut
  2. Framhaldsskólabraut 1
  3. Framhaldsskólabraut 2
  4. Opin braut til stúdentsprófs
  5. Náttúru- og raunvísindabraut
  6. Starfsbraut

Eldri námsbrautir við FSN (nemendur sem hófu nám 2012-2013 eða fyrr):

  1. Almenn braut
  2. Félagsfræðabraut
  3. Náttúrufræðabraut