Skólaakstur

Skólaakstur – rútukort – áætlun

  • Daglegur skólaakstur er frá Stykkishólmi og frá Snæfellsbæ (Ólafsvík, Hellissandi og Rifi).
  • Rútukort eru afhent á skrifstofunni þegar nemendur hafa skilað inn umsóknareyðublaði um skólaakstur og greitt staðfestingargjaldið.

Áætlun:

Frá Stykkishólmi kl. 7:50 (Íþróttamiðstöð)
Frá Hellissandi kl. 7:50 (N1)
Frá Rifi kl. 7:53
Frá Ólafsvík kl. 8:05 (Skelin)
Frá skólanum kl. 15:40 mánudaga til fimmtudaga
kl. 14:35 föstudaga

Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði

  • Daglegur akstur er frá Tálknafirði og Bíldudal.

Áætlun:

Frá Tálknafirði, Tígull kl. 08:05
Frá Bíldudal, Vegamót kl. 07:55
Frá skólanum kl. 15:30 mánudaga til föstudaga

Sjá nánar hér:http://www.vesturbyggd.is/thjonusta/almenningssamgongur/

Umsókn um skólaakstur

Geymið umsóknina – skilist á skrifstofu FSN

Með þessari umsókn sækir undirrituð/aður um skólaakstur með rútu á haustönn 2015.

  • Snæfellsbæ
  • Stykkishólmi
  • Bíldudal
  • Tálknafirði

Vinsamlega skilið umsókninni á skrifstofu skólans fyrir 21. ágúst og greiðið 12.000 kr. staðfestingargjald sem fyrst inn á reikning skólans.

Gjaldið þarf að berast í síðasta lagi þann 1. september.

 Reikningur skólans: 0191-26-000645, kt. 470104-2010 kr. 12.000,-

Ekki er hægt að greiða rútukort á skrifstofu heldur aðeins hægt að millifæra.

Nemendur munu fá tölvupóst frá skólaritara þegar rútukortin eru tilbúin. Frá og með mánudeginum 7. september verða þeir sem ekki hafa rútukort meðferðis rukkaðir um 600 kr. gjald fyrir staka ferð (1.200 kr. fram og til baka). Gjald þetta greiðist á skrifstofu skólans eða millifærist á reikning skólans.

 Greiðsla staðfestingargjaldsins felur í sér umboð til að láta styrkinn fara í það að standa straum af kostnaði við skólaaksturinn. Nemendur eru einnig skuldbundnir til þess að sækja um jöfnunarstyrk til Lánasjóðs íslenskra námsmanna.

Greiðsla styrksins er háð því að viðkomandi nemandi skili sér til prófs í a.m.k. 12 námseiningum eða 20 nýjum einingum.

____________________________________________

(nemandi, kennitala)

 

____________________________________________

(forráðamaður nemanda yngri en 18 ára)