Lög nemendafélagsins

LÖG NFSN

I. kafli. Almenn ákvæði

1. gr.
Félagið heitir Nemendafélag Fjölbrautaskóla Snæfellinga, skammstafað NFSN. Heimili þess og varnarþing er í Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundargötu 44, Grundarfirði.
2. gr.
Hlutverk félagsins er:?2.1 Að standa vörð um sameiginlega hagsmuni nemenda.?2.2 Að stuðla að blómlegu og kröftugu félagslífi á meðal nemenda í FSN.?2.3 Að efla tengsl nemenda innbyrðis, sem og við aðra skóla.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því:?3.1 Að halda félagsfundi eins oft og þurfa þykir.?3.2 Að styðja nemendur í því sem þeir eru að aðhafast í félagsstörfum.?3.3 Að efna til ýmissa uppákoma og mannfagnaða.
4. gr. Félagsmenn
Allir nemendur FSN sem greiða gjald til nemendafélagsins eru sjálfkrafa félagsmenn. Félagsmenn NFSN skulu greiða lægra gjald en utanfélagsmenn inn á viðburði þá sem NFSN stendur fyrir. Reikningsár félagsins er frá 16. júní til 15. júní ár hvert.
II. kafli. Stjórn félagsins

5.gr.
Aðalstjórn??5.1 Aðalstjórn NFSN er skipuð forseta, gjaldkera, markaðsstjóra og ritara. Aðalstjórn hefur yfirumsjón með framkvæmdum og rekstri félagsins.
?5.2 Miðstjórn NFSN starfar með aðalstjórn og hefur umsjón með allri starfsemi félagsins. Miðstjórn samanstendur af aðalstjórn ásamt formönnum sex stærstu nefndanna; Skemmtinefndar, Íþróttanefndar, Málfundarfélags, Vefnefndar, Árshátíðarnefndar, Ritnefndar.
6. gr.
Verksvið aðalstjórnar er:??6.1 Að hafa útskurðarvald í málefnum NFSN.??6.2 Að hafa yfirumsjón með allri starfsemi nemendafélagsins og koma fram fyrir hönd félagsins.??6.3 Að sjá um úthlutun fjár til nefnda NFSN og vinna fjárhagsáætlun fyrir hverja önn.
6.4 Að halda miðstjórnarfund vikulega. Minnst fjórir stjórnarmenn verða að sitja fund svo hann sé löglegur. Formenn nefnda eru talsmenn, fulltrúar og ábyrgðarmenn sinnar nefndar á stjórnarfundum.??6.5 Að vera nemendaráð skv. lögum um framhaldsskóla.
6.6 Að kjósa á fyrsta stjórnarfundi haustannar einn miðstjórnarmeðlim sem gegnir stöðu ritara stjórnar. Ritari er meðlimur í aðalstjórn og staðgengill forseta en öðlast þó ekki atkvæðisrétt forseta í fjarveru hans.
6.7 Að skila af sér skuldlausu félagi í lok hvers árs.
6.8 Allir meðlimir nemendaráðsstjórnar hafa jafnan atkvæðisrétt á stjórnarfundum. Forseti hefur oddaatkvæði ef ágreiningur kemur upp.

7. gr. ?Um störf forseta ?
7.1 Forseti nemendafélagsins er yfirmaður félagsins og fulltrúi þess út á við. Forseti er staðgengill gjaldkera, en öðlast þó ekki atkvæðisrétt gjaldkera í fjarveru hans. Forseti hefur oddaatkvæði ef ágreiningur er í aðalstjórn. Forseti er áheyrnarfulltrúi nemenda, með tillögurétt, í skólanefnd FSN. Forseti skal vera lögráða á því ári sem hann er kosinn til starfa og stunda dagnám við FSN. Forseti þarf að hafa lágmarksreynslu af félagstörfum og hafa setið í nefnd eða gegnt embætti innan NFSN áður á skólagöngu sinni.??7.2 – Forseti skal hafa yfirsýn yfir starf allra nefnda nemendafélagsins og hefur rétt til að sitja fundi þeirra til áheyrnar.??7.3 – Forseti ber ábyrgð á því efni sem NFSN gefur út og skal allt útgefið efni undir nafni félagsins bera samþykki forseta.
8. gr. ?Um störf markaðsstjóra??Markaðsstjóri annast markaðsmál NFSN og sér um samninga við stærstu styrktaraðila NFSN í samráði við aðalstjórn. Markaðsstjóri sér um öll kynningarmál nemendafélagsins og ber ábyrgð á því að allir atburðir séu auglýstir.
9. gr. ?Um störf gjaldkera

Gjaldkeri skal hafa yfirumsjón með fjármálum NFSN þ.m.t. að úthluta fé til hinna ýmsu nefnda og klúbba innan félagsins. Gjaldkeri skal halda bókhald fyrir hönd NFSN og skulu reikningar félagsins lagðir fram til endurskoðunar er skólaári lýkur. Endurskoðendur reikninga eru skipaðir af skólameistara í upphafi haustannar. Gjaldkeri skal sjá til þess að ársreikningur síðasta skólaárs sé birtur á heimasíðu félagsins. Gjaldkeri skal gera grein fyrir fjárhagsstöðu félagsins á hverjum félagsfundi eða oftar ef þess er þörf að mati nemenda. Þegar skólaári lýkur skulu reikningar nemendafélagsins vera nemendum aðgengilegir, og opnir hverjum sem er til að skoða.
10. gr. ?Um störf Ritara??Ritari stjórnar skal sjá um að rita fundargerðir stjórnar og halda þeim til haga. Fundargerðir stjórnar skulu vera aðgengilegar öllum meðlimum NFSN til að skoða, kjósi þeir að það. Hann skal einnig sjá um varðveislu á öllum sögulegum gögnum félagsins. Ritari er staðgengill forseta en öðlast þó ekki atkvæðisrétt forseta í fjarveru hans.

11. gr.
Komi upp óánægja meðal félagsmanna um ákvörðun stjórnar nemendafélagsins, geta þeir með undirskriftalista krafist þess að boðað verði til félagsfundar, sem hefur þá úrslitavald í málinu. Á listanum verður að vera nöfn a.m.k. 1/3 hluta félagsmanna.
12. gr. ?Vantraust
?Þriðjungur félagsmanna getur líkt og í 11. gr. knúið stjórnina til að boða til fundar þar sem greidd skulu atkvæði um vantraust á stjórnina eða einstaka embættismenn NFSN. 2/3 hlutar félagsmanna verða að greiða atkvæði með vantrausti teljist það samþykkt. Ef tilskilinn meirihluti samþykkir vantraust skal stjórnin, eða sá embættismaður sem á í hlut, segja af sér. Þá skal boða til félagsfundar þar sem kosið skal upp á nýtt í þau/það embætti sem losnar. Þá skulu þeir aðilar sem boða til fundarins taka að sér stjórnarstörf í NFSN þar til ný stjórn finnst.
III. kafli. Ráð, félög og nefndir.

13. gr.
Öllum fullgildum félagsmönnum NFSN er heimilt að stofna klúbb innan NFSN, en þó í samráði við aðalstjórn. Aðalstjórn afgreiðir fjárbeiðnir klúbbanna. Formaður hvers klúbbs ber ábyrgð á starfsemi klúbbsins gagnvart aðalstjórn. Öllum klúbbum er heimilt að halda kynningarfund á haustönn, og vorönn ef ástæða þykir til.
14. gr. ?Skemmtinefnd
?14.1 Nafn nefndarinn er Skemmtinefnd NFSN. Skemmtinefnd starfar í nánu samstarfi við aðalstjórn og skal virkja klúbbaformenn við margskonar skemmtiviðburði. Hún skal hafa yfirumsjón með kaffihúsakvöldum og almennum dansleikjum. Skemmtinefnd skal útbúa fjárhagsáætlun í upphafi hverrar annar. ??14.2 Skemmtinefnd skal skipuð fimm meðlimum og þar af einum formanni sem er meðlimur í miðstjórn og ber ábyrgð á störfum nefndarinnar.
15. gr. ?Málfundafélag
?15.1 Nafn félagsins er Málfundafélag NFSN. Tilgangur félagsins er annarsvegar að æfa meðlimi í ræðumennsku og rökfimi og hins vegar að auka þekkingu þeirra. Félagið skal halda námskeið a.m.k. einu sinni á vetri, ef nægur áhugi er fyrir því. ??15.2 Formaður Málfundafélags skal í samvinnu við aðalstjórn skrá keppnislið FSN í MORFÍS ár hvert ef nægur áhugi er fyrir því. Honum er skylt að skrá keppnislið FSN í spurningakeppni framhaldsskólanna, GETTU BETUR, ár hvert. Hann skal og hafa veg og vanda að undirbúningi beggja keppnisliðanna. ??15.3 Formaður félagsins er meðlimur í miðstjórn og ber ábyrgð á störfum félagsins.
16. gr. ?Ljósmynda- og stuttmyndafélagið LOST??Nafn félagsins er Ljósmynda- og stuttmyndafélagið LOST. Hlutverk LOST er að efla áhuga nemenda á ljós- og stuttmyndagerð. Félagið skal sjá um að taka ljósmyndir og/eða myndbönd af öllum helstu viðburðum NFSN og skal í samráði við vefnefnd koma þeim inn á vefsíðu félagsins.
17. gr. ?Íþróttanefnd
?Nafn nefndarinnar er íþróttanefnd NFSN. Formaður nefndarinnar er meðlimur í miðstjórn. Formaður hefur yfirumsjón með íþróttastarfsemi á vegum NFSN og ber ábyrgð á störfum nefndarinnar. Hann skal sjá um skipulagningu og umsjón íþróttamóta á vegum NFSN og þeim mótum sem NFSN tekur þátt í. Íþróttanefnd skal skipuð fjórum meðlimum og þar af einum formanni.
18. gr. ?Vefnefnd
?Nafn nefndarinnar er Vefnefnd NFSN. Vefnefnd ber ábyrgð á heimasíðu NFSN og sér um að uppfæra hana reglulega þannig að hún flytji ávallt nýjustu fréttir af skólalífinu. Vefnefnd er skipuð þrem meðlimum og þar af einum formanni sem ber ábyrgð á störfum nefndarinnar og er meðlimur í miðstjórn.
19. gr. ?Árshátíðarnefnd
?Nafn nefndarinnar er Árshátíðarnefnd NFSN. Árshátíðarnefnd skal sjá um að skipuleggja árshátíð NFSN í fullu samstarfi við aðalstjórn og skila kostnaðaráætlun til gjaldkera. Árshátíð skal halda í lok sólardaga á vorönn. Árshátíðarnefnd skal skipuð fjórum meðlimum og þar af einum formanni sem ber ábyrgð á störfum nefndarinnar og er meðlimur í miðstjórn.
20. gr. ?Ritnefnd skólablaðs og skólablaðið
?20.1 Nafn skólablaðsins er KUSK og skal sem málgagn nemenda vera tvíþætt:?A) Það skal flytja alls konar efni til fróðleiks og skemmtunar nemendum.?B) Það skal segja frá helstu viðburðum skólalífsins nemendum til glöggvunar. Ritnefndin ræður efnisvali og ákveður eintakafjölda og stærð í samráði við aðalstjórn. Einnig skal hún velja ábyrgðarmann úr röðum kennara sem skyldugur er til að prófarkalesa blaðið.??20.2 Á hverri önn skal skólablaðið KUSK koma út einu sinni ef kostur er á því. Ritnefnd er þó heimilt að gefa út snepilinn NAFLAKUSK eins oft og þau kjósa yfir önn. NAFLAKUSK fellur undir sömu lagagreinar og KUSK.??20.3 Ritnefnd skal skipuð fjórum meðlimum sem kosnir eru í listakosningu og þar af einum formanni. Formaður ritnefndar ber titilinn Ritstjóri og er meðlimur í miðstjórn. Ritstjóri er ábyrgðarmaður nefndarinnar og skólablaðsins. Hann skal hafa yfirumsjón með uppsetningu og innihaldi blaðsins og gætir þess að það málfar og umfjöllun sé vönduð og NFSN til sóma.

21. gr. Sólardaganefnd
Nafn nefndarinnar er Sólardaganefnd NFSN. Hún skal skipuð þremur aðilum sem kosnir eru í listakosningu í haustkosningum. Nefndin skal sjá um að skipuleggja Sólardaga í skólanum í samráði við stjórn og yfirstjórn skólans.

“Frumvarp að nýrri grein”

22.gr Vestfjarðarnefnd

22.1 Nafn nefndarinnnar er Vestfjarðarnefnd NFSN. Vestfjarðarnefnd skal vera forsvarsaðili og tengiliður fyrir nemendur á Vestfjörðum. Vestfjarðarnefnd getur haldið sjálstæða viðburði fyrir nemendur á Vestfjörðum, í samráði við aðalstjórn. Nefndin getur til þess fengið þær fjárveitingar sem aðalstjórn heimilar.

22.2 Vestfjarðarnefnd skal skipuð þremur meðlimum, þar af einum formanni.

22.3 Formaður Vestfjarðarnefndar á sæti í miðstjórn og skal mæta á fundi þegar hægt er eða sitja þá í fjarfundarbúnaði óski hann eða miðstjórn eftir því.
IV. kafli Félagsfundir

22. gr. ?Nemendafundir (Málfundir)
?Aðalstjórn skal boða til nemendafundar alla félaga NFSN, þegar hún telur þess brýna þörf eða ef um lagabreytingu er að ræða. Nemendafund skal boða með tveggja skóladaga fyrirvara og skal dagskrá, svo og lagabreytingar, séu þær teknar fyrir, vera tilbúnar og fylgja fundarboði. Einungis nemendafundur getur hnekkt ákvörðunum stjórnar. Stjórn er skylt að halda nemendafund krefjist minnst 1/3 hluti félagsmanna NFSN þess skriflega. Fundurinn skal þá haldinn hið fyrsta en auglýstur með venjulegum fyrirvara. 2/3 hluta greiddra atkvæða þarf til að samþykktir nemendafunda verði löglegar. Nemendafélagsfundur er ekki löglegur nema 20% félagsmanna sitji fundinn.

23. gr. ?Aðalfundur
?Aðalfund NFSN skal halda um miðjan apríl. Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:?1) Aðalstjórn skólaársins gerir grein fyrir störfum sínum.?2) Gjaldkeri gerir ítarlega grein fyrir fjárhag félagsins.?3) Skýrslur félaga og klúbba NFSN.?4) Lagabreytingar ef til þeirra kemur.?5) Önnur mál
?Sömu lög gilda um atkvæðagreiðslu á aðalfundi og á nemendafundi, nema þegar kosið er um frambjóðendur en þá gildir einfaldur meirihluti.
V. kafli Kosningalög NFSN

24. gr. ?Almenn kosningaákvæði ??Tvisvar á skólaári eru kosningar, þ.e. haust-
kosningar og vorkosningar. Haustkosningar skulu fara fram þriðju viku
haustannar. Vorkosningar skulu fara fram tveimur dögum eftir aðal-
fund NFSN. Frambjóðendur verða að vera meðlimir NFSN.

Í eftirtalin embætti skal kjósa í listakosningu: Aðalstjórn, Árshátíðar-
nefnd, Ljósmynda- og myndbandaklúbbsins Lost, Skemmtinefnd, Íþróttanefnd,
Vefnefnd og Ritnefnd skólablaðs. Óheimilt er að bjóða sig fram
í nafni pólitísks ?okks, ?okksbrots eða trúarhóps. Kosningaáróður má
ekki vera ærumeiðandi eða á nokkurn hátt ósæmilegur. Skal kjörstjórn
ákveða hvað fellur undir framangreint og er henni heimilt að fjarlægja
slíkt samstundis án þess að ræða það við viðkomandi frambjóðendur.

Kosningar eru óhlutbundnar og fara þannig fram að kjósandi setur kross
við einn eða engan frambjóðanda/lista til hvers embættis. Á atkvæða-
seðli skulu standa nöfn frambjóðanda/lista til hvers embættis greinilega
afmörkuð hvert frá öðru. Kjósendur skulu brjóta saman atkvæðaseðla
sína að lokinni atkvæðagreiðslu og stinga þeim í þar til gerða kjörkassa.
Allar kosningar NFSN eru leynilegar.

Ef aðeins eitt framboð berst til embættis skal nafn frambjóðanda koma
fram á kjörseðli með valmöguleikunum JÁ og NEI. Frambjóðandi þarf
a.m.k. 50% stuðning til að hljóta embættið. Sé hvorki krossað við JÁ
eða NEI er það atkvæði ógilt.

Embættismenn kosnir í haustkosningum taka strax við störfum. Emb-
ættismenn kosnir í vorkosningum taka við störfum í lok vorannar. Ný
aðalstjórn skal þó starfa samhliða fráfarandi aðalstjórn eftir aðalfund
til loka vorannar.

25. gr. ?Kjörstjórn
?Í kjörstjórn eiga sæti þrír aðilar. Ritari stjórnar er sjálfskipaður formaður en aðrir stjórnarmenn skulu vera tveir útskriftarnemar sem útskrifast þá önn sem kosið er og gegna engum embættum innan NFSN. Kjörstjórn sér um framkvæmd kosninga. Hún sér um að auglýsa kjördaga og framboð. Kjörstjórn skal sjá til þess að kosningar fari skipulega og löglega fram. Kjörstjórn tekur við framboðum. Hún skal tilkynna frambjóðendum í tæka tíð ef framboð eru ekki lögleg skv. lögum þessum. Kjörstjórn skal sjá um framkvæmd kosningafundar er haldin skal fyrir kosningar að vori. Á honum verða frambjóðendur kynntir. Einnig skulu frambjóðendur kynna sig á heimasíðu NFSN. Kjörsstjórn telur atkvæði og skulu úrslit kosninga birt eins fljótt og auðið er. Ef atkvæði falla jöfn milli frambjóðenda embættis skal kjósa aftur á milli þeirra eins fljótt og við verður komið.

26. gr.
Í haustkosningum skal kjósa:??26.1 Nýnema í nefndir og ráð (skemmti-, íþrótta-, árshátíðar, vef- og ritnefndir)
26.2 Þemanefnd – 3 aðilar?26.3 Laus embætti innan NFSN ef einhver eru
“Breytingar tillaga”

26.4 Vestfjarðarnefnd – formann og 2 meðlimi. Einungis nemendur á vestfjörðum og Stjórn NFSN hefur heimild til að kjósa í þessa nefnd.??Í vorkosningum skal kjósa:??26.4 Nýja aðalstjórn, forseta, gjaldkera og markaðsstjóra?26.5 Skemmtinefnd – formaður og 3 meðstjórnendur?26.6 Árshátíðarnefnd – formaður og 2 meðstjórnendur?26.7 Formann Íþróttanefndar og 2 meðstjórnendur?26.8 Formann ljósmynda- og myndbandaklúbbsins Lost?26.9 Stjórn Vefnefndar – formaður og meðstjórnandi?26.10 Ritnefnd skólablaðs – ritstjóri og 2 blaðamenn?26.11 Formann Málfundarfélags

27. gr.
Ef einhver nefndarmeðlimur eða stjórnarmaður getur ekki af einhverri ástæðu setið í þeirri nefnd sem hann var kosinn í, má stjórn NFSN boða til aukakosninga þar sem kosið verður í það embætti sem laust er. Um þessar aukakosningar gilda almenn ákvæði um kosningar hjá NFSN.

VI. kafli Ýmiss ákvæði

28. gr. ?Fríðindi
?Allir félagsmenn NFSN vinna sjálfboðavinnu að málefnum félagsins. Þó skal miðstjórn fá frítt inn á viðburði sem NFSN stendur fyrir, árið sem þeir eru í miðstjórn. Allir embættismenn NFSN fá frítt inn á lokaball hverrar vorannar. Aðalstjórn er þó heimilt að afnema afsláttinn ef embættismenn sinna ekki skyldum sínum.
29. gr.
Ef hafa þarf afskipti af nemanda á viðburði á vegum NFSN sökum slæmrar hegðunar gæti sá hinn sami átt það á hættu að sæta viðurlögum. Ef einstaklingurinn er ekki félagsmaður NFSN færist ábyrgðin yfir á ábyrgðarmann þess einstaklings. Viðurlög við broti/brotum eru ákveðin af aðalstjórn NFSN í samráði við skólameistara FSN.
30. gr. Um varðveislu laganna
Lögin skulu varðveitt í tveimur samhljóða eintökum. Annað skal geymt á skrifstofu NFSN, nemendum til halds og trausts og til að hafa við höndina þegar upp koma deilumál innan félagsins sem þarfnast úrskurðar. Hitt eintakið skal varðveitt á skrifstofu skólameistara. Lögin skulu vera aðgengileg öllum á heimasíðu félagsins. Varðveisla laganna er á ábyrgð ritara og skal hann færa allar breytingar inn jafn skjótt og þær eru gerðar. Eintak sem geymt er á skrifstofu skólameistara telst hinu eintakinu áreiðanlegra ef upp koma ósamhljómanir í þessum ritum. Lög þau er geymd eru á nemendaskrifstofu skólans skulu teljast frumrit, enda hafa ekki aðrir aðgang að þeim en aðalstjórn. Komi upp ágreiningur túlkar aðalstjórn lögin. Lög þessi skulu vera til undirrituð af formanni NFSN og tengiliðum skólans til vottunar um að dagsetning á gildistöku laganna sé rétt. ?Lög þessi taka gildi nú þegar að undangengu samþykki félagsfundar NFSN. Við það falla öll fyrri lög og viðbætur við þau úr gildi.

31. gr.
Stjórn NFSN áskilur sér fullan rétt til að sleppa því að fara eftir einhverjum ákvæðum þessara laga ef svo ber undir að fjárhagur félagsins leyfi það ekki. Það skal hafa forgang fram yfir lögin að aðalstjórn skili frá sér skuldlausu nemendafélagi til næstu aðalstjórnar.
Uppfært: 5.janúar 2012