Námsráðgjöf

Agnes Helga Sigðurðardóttr sinnir námráðgjöf við FSN

Náms- og starfsráðgjöf

Námsráðgjafi er bundinn trúnaði við þá sem til hans leita. Hlutverk hans er að standa vörð um velferð nemenda, leita lausna í málum þeirra og vera málsvari nemenda.

Fræðsla til nemenda og foreldra um námsleiðir og störf og aðstoð við áfangaval er stór þáttur í starfi ráðgjafans, ásamt því að veita upplýsingar um ýmis hagnýt atriði er lúta að náminu og skipulagningu þess.

Mikilvægasti hluti þjónustunnar er þó persónuleg ráðgjöf. Það er eðlilegur hluti af lífi hvers einstaklinga að þurfa að glíma við áhyggjur, vandamál og erfiðleika. Vandamál hverfa ekki af sjálfu sér. Fyrsta skerfið í því ferli að horfast í augu við vandamál og erfiðleika er að tala um það sem á bjátar.

Nemendur með greiningu um námserfiðleika eiga rétt á aðgangi að hljóðbókum í námi sínu. Hér má sjá upplýsingar um hvernig ferlið gengur fyrir sig.

Hafðu samband við námsráðgjafann t.d. ef eitthvað af neðanskráðu á við um þig:

Hægt að panta tíma hér: agnes@fsn.is

 

 


Breytingar á högum:

 • veikindi
 • dauðsfall einhvers nákomins
 • skilnaður foreldra
 • þungun

Persónuleg vandamál:

 • kvíði (t.d. fyrir próf)
 • depurð
 • lítið sjálfstraust
 • óþægileg leyndarmál
 • viðvarandi vanlíðan eða óánægja

Samskiptavandi:

 • rifrildi eða ósætti heima eða í vinahópi
 • vinaleysi eða einangrun
 • einelti
 • ofbeldi
 • kynferðisleg misnotkun

Vímuefnavandi:

 • drykkja
 • erfiðleikar við að stjórna neyslu
 • gerir hluti sem þú sérð eftir

Námslegur vandi:

 • einbeitingarvandi
 • lesblinda
 • fall
 • skipulagsleysi

Náms-og starfsval:

 • erfitt að ákveða hvað þú vilt læra
 • langar að fara í áhugasviðspróf (Strong, IDEAS)
 • vantar upplýsingar um nám eða störf

Settu þig í samband við námsráðgjafann það er betra að ræða málin fyrr en seinna og leita lausna á þeim.

Áhugaverðar krækjur:

Nám og störf:

www.haskolar.is (allir íslenskir háskólar)

www.idan.is (upplýsingar um nám og störf)

www.rthj.hi.is/page/Jobs (starfslýsingar)

www.byrja.is (leitarsíða)

www.menntagatt.is (vefur um menntun og kennsluefni)

www.ask.hi.is (alþjóðaskrifstofa háskólastigsins)

http://europa.eu.int.ploreus (nám erlendis)

www.aus.is (alþjóðleg ungmennaskipti)

www.afs.is (AFS á Íslandi, -alþjóðleg fræðsla og samskipti)

www.aus.is (Alþjóðleg ungmennaskipti),

www.sine.is (Samband íslenskra námsmanna erlendis)

www.fullbright.is (menntastofnun Íslands og Bandaríkjanna)

www.lin.is (Lánasjóður íslenskra námsmanna)

Ýmislegt:

www.redcross.is/redcross/ef-bara (sálræn skyndihjálp)

www.totalradgjof.is (ráðgjöf fyrir ungt fólk)

www.hitthusid.is (menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks)

www.doktor.is (heilsa og daglegt líf)

www.persona.is (hugur og heilsa)

www.thunglyndi.landlaeknir.is (þunglyndi)

www.ged.id (Geðrækt)

www.greining.is (Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins)

www.hjallaskoli.kopavogur.is/nybuinn/ (nýbúar)

www.sjalfsmynd.is (sjálfsmynd)

www.gedhjalp.is (Geðhjálp)