Stefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga í A-hluta 2017-2020 skv. 31.gr.laga um opinber fjármál

Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Stefna árin 2017-2019 í pdf-formi má nálgast hér Stefna FSN-2017-2019

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir skólameistari
 
Hlutverk og framtíðarsýn
 

Hlutverk skólans er að búa nemendur undir frekara nám, bjóða upp á fjölbreytt starfsnám í góðum tengslum við atvinnulífið og búa nemendur undir daglegt líf í lýðræðisþjóðfélagi. Framtíðarsýn skólans er áhersla á að allir séu metnir að verðleikum, njóti skilnings og beri virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Skólinn stefnir að árangursríku og fjölbreyttu skólastarfi þar sem áhersla er lögð á fagþekkingu, sköpunarhæfni og metnaðarfullt þróunarstarf. Áherslur í námi og kennslu taka mið af því að efla ábyrgð nemenda í námi og faglegan styrk kennara í starfi. Skólinn mun áfram stefna að því að vera leiðandi í þróun nýrra kennsluhátta og nýtingu upplýsingatækni, með sérstakri áherslu á nám í dreifðum byggðum. Kappkostað er að starfsfólk sé hæft, sjálfsgagnrýnið, opið fyrir nýjungum og fái tækifæri til starfsþróunar.

Nemendafjöldi:  gert er ráð fyrir að 155 ársnemendur stundi nám við skólann á árinu 2017

 

Kjarnastarfsemi
 

Skólinn er áfangaskóli sem býður upp á bóknám, sem lýkur með stúdentsprófi eftir þrjú ár eða framhaldsskólaprófi sem er lokið á tveimur árum. Haustið 2016 var boðið upp á nám á fjórum brautum; framhaldsskólabraut, starfsbraut fyrir fatlaða og tveimur stúdentsbrautum. Miðað er við að nám á stúdentsbrautum taki þrjú ár. Inntökuskilyrði á einstaka námsbrautir eru tilgreindar á vef skólans sem og kröfur um námsframvindu. Skólanámskrá skólans er birt á vef hans.

FSN rekur framhaldsdeild á Patreksfirði fyrir um 30 nemendur.

Skólinn hefur annast náms- og starfsráðgjöf í fangelsinu á Kvíbryggju

Gert er ráð fyrir að 155 ársnemendur stundi nám við skólann á árinu 2017.

.

 

Markmið 1 Tengist markmiði málaflokks
Minnka brotthvarf nemenda úr námi.

 

Markmið 1: Fleiri nemendur ljúki námi á tilsettum tíma.
Aðgerðir Upphaf Lok Kostnaður 2017 Kostnaður 2018 Kostnaður 2019
Skimun verður lögð fyrir alla nýnema til að kortleggja áhættuþætti brotthvarfs sem einkenna nemendahópinn. Á grundvelli niðurstaðna úr skimuninni og fyrri skimunum verður gerð aðgerðaáætlun til að sporna við brotthvarfi. 2017 2018 200 þ.kr. 200 þ.kr 200 þ.kr
Nemendum í fallhættu verður boðið upp á aukinn stuðning í námi 2017 2019
Farið verður yfir kennsluáætlanir í áföngum kenndum á 1.námsári með tilliti til samræmingar 2017 2017
Mælikvarðar Gögn lögð til grundvallar Staða 2015 Staða 2016 Viðmið 2017 Viðmið 2018 Viðmið 2019
Hlutfall nýnema sem innritast á annað ár hækki. Hlutfall af skráningu nýnema að hausti upp úr grunnskóla og skráning þeirra á annað ár Ekki skráð Ekki skráð 70% 75% 80%
Hlutfall nemenda sem

ljúka námi,

innan tilskilins námstíma.

100% 92,9% 95% 97% 98%
Nemendaskráning og niðurstöður prófa

 

Árið 2011 var

hlutfallið 44% .

 

Hlutfallið verði

að lágmarki

55% .

 

Hlutfallið verði

að lágmarki

60% .

Að framhaldsskólanemendum sem útskrifast á tilsettum tíma fjölgi um 10% Tölulegar upplýsingar úr INNU Ekki skráð Ekki skráð Ekki skráð Ekki skráð Ekki skráð
Markmið 2 Tengist markmiði málaflokks
Nýjar námsbrautir samþykktar fyrir lok skólaárs 2017 Samkvæmt Frumvarpi til fjárlaga 2017 eiga nemendur í öllum landshlutum að hafa aðgengi að bók- og starfsnámi sem uppfyllir kröfur næsta skólastigs og/eða atvinnulífs.
Aðgerðir Upphaf Lok Kostnaður 2017 Kostnaður 2018 Kostnaður 2019
Námsbrautir tilbúnar í námskrárgrunni 2014 2017
Vinnu í INNU vegna nýrra námsbrauta lokið 2014 2019
Lýsingar á nýjum námsbrautum aðgengilegar á heimasíðu skólans 2017 2019
Mælikvarðar Gögn lögð til grundvallar Staða 2015 Staða 2016 Viðmið 2017 Viðmið 2018 Viðmið 2019
Námskrár samþykktar Námsbrautir í námskrárgrunni 2017 2017
Námskrár í INNU INNA 2017 2019
Markmið 3 Tengist markmiði málaflokks
Stoðþjónusta verði efld Fleiri nemendur ljúki prófi úr framhaldsskóla á tilskildum tíma
Aðgerðir

 

Upphaf Lok Kostnaður 2017 Kostnaður 2018 Kostnaður 2019
Nemendur sem eru í brotthvarfshættu skráðir í stoðáfanga 2017 2019
Sálfræðingur skólans verði með námskeið og fyrirlestra 2017 2019 200 þ.kr. 200 þ.kr.
Staða forvarnarfulltrúa skilgreind betur og virkjuð 2017 2018 200 þ.kr. 200 þ.kr.
Mælikvarðar Gögn lögð til grundvallar Staða 2015 Staða 2016 Viðmið 2017 Viðmið 2018 Viðmið 2019
Tölur um brotthvarf Gögn úr INNU Ekki skráð Ekki skráð
Fjöldi námskeiða og fyrirlestra Sjálfsmatsskýrsla notuð til að endurmeta og bæta þjónustuna Ekki skráð Ekki skráð
Fjöldi atburða á vegum forvarnarfulltrúa Skýrsla forvarnarfulltrúa notuð til að endurmeta og bæta þjónustuna Ekki skráð 1 3 3 3
Rekstrarþættir
Skólameistari í fullu starfi, aðstoðarskólameistari í 75%, námsráðgjafi í 50%, fjármála- og skrifstofustjóri í fullu starfi, ritari í 50% og tveir deildarstjórar í fullu starfi hvor. Kerfisfræðingur í 25% starfi, þrír ræstitæknar í samtals 1,28 starfshlutfalli, einn þroskaþjálfi í fullu starfi, einn stuðningsfulltrúi í fullu starfi, einn í 25% starfi og einn í 50% starfi, húsvörður í fullu starfi og síðast en ekki síst þá eru 17 kennarar í samtals 13 stöðugildum. Allir kennarar skólans fyrir utan einn hafa leyfisbréf til kennslu í framhaldsskóla,átta eru með BA, BS eða Bed gráðu og sjö með meistaragráðu. Á haustönn 2105 var gerð ytri úttekt á starfsemi Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sjálfsmatshópur skólans fór yfir athugasemdir úttektaraðila og leiðir til úrbóta. Í framhaldi af því var gerð umbótaáætlun sem unnið er eftir undir stjórn skólameistara. Skýrsla með niðurstöðum úttektarinnar og umbótaáætlunin eru aðgengilegar á síðu skólans. Áherslur í rekstri FSN miðast að hluta við niðurstöður þessarar úttektar. Skólinn hefur það að markmiði að minnka brottfall og auka stuðning við nemendur í brottfallshættu, skerpa skólareglur og viðurlög við brotum á þeim. Kennarar munu áfram verða hvattir til nýbreytni í starfi og fá tækifæri til endurmenntunar þar sem FSN er opinn skólinn með óhefðbundna og óvenjulega kennsluhætti og nemendahópurinn hefur mjög fjölbreyttar þarfir. Það hefur verið markmið skólans frá upphafi að vera leiðandi í nýjungum í kennsluháttum. Skólinn mun vinna samkvæmt reglugerð um ábyrgð og skyldur allra aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum og leggja aukna áherslu á stoðþjónustu.

 

Markmið 1 Efla mannauð skólans
Aðgerðir Upphaf Lok Kostnaður 2017 Kostnaður 2018 Kostnaður 2019
Kennurum gefinn kostur á námskeiðum í vendikennslu og leiðsagnarmati 2016 2019 500 þ.kr. 500 þ.kr. 500 þ.kr.
Námskeið fengin inn í skólann – vera með menntasmiðjur í skólanum 2016 2019 500 þ.kr. 500 þ.kr. 500 þ.kr.
Starfsmannaviðtöl verði við alla starfsmenn á hverri önn 2016 2019
Mælikvarðar Gögn lögð til grundvallar Staða 2015 Staða 2016 Viðmið 2017 Viðmið 2018 Viðmið 2019
Fjöldi námskeiða – kennurum standi til boða eitt námskeið á ári. Sjálfsmatsskýrsla notuð til að endurmeta og bæta þjónustuna Ekki skráð Ekki skráð
Könnun lögð fyrir kennara af sjálfsmatsnefnd skólans Niðurstöður úr könnun notuð til að endurmeta og bæta þjónustuna Ekki skráð Ekki skráð
Hæfni stjórnenda Könnun SFR notuð til að endurmeta og bæta þjónustuna sjálfsmatshópur Ekki skráð Ekki skráð
Markmið 2 Markmið 3: Efla ímynd skólans með kynningu á starfsemi skólans.
Aðgerðir Upphaf Lok Kostnaður 2017 Kostnaður 2018 Kostnaður 2019
Bæta upplýsingagjöf hvað varðar nýjar námsbrautir, kennsluhætti og starfsemi skólans. Heimasíða skólans endurskoðuð og leitað til fagaðila. 2017 2019 200 þ.kr. 200 þ.kr.
Stutt kynningarmyndbönd gerð um skólann 2016 2019 200 þ.kr. 200 þ.kr. 200 þ.kr.
2017 2017 200 þ.kr. 200 þ.kr. 200 þ.kr.
Mælikvarðar Gögn lögð til grundvallar Staða 2015 Staða 2016 Viðmið 2017 Viðmið 2018 Viðmið 2019
Heimsóknir á heimasíðu. Heimasíða skólans  

Ekki skráð

Ekki skráð
Útlit heimasíðu betra Heimasíðan – úttekt fagaðila Ekki skráð Ekki skráð
Fjöldi myndbanda sem er birtur. Myndbönd Ekki skráð Ekki skráð
Markmið 3 Vinna að formlegri stefnumótun og markmiðssetningu
Aðgerðir Upphaf Lok Kostnaður 2017 Kostnaður 2018 Kostnaður 2019
Skólanámskrá og stefnumörkun skólans yfirfarin 2017 2018 200 þ.kr. 200 þ.kr. 200 þ.kr.
Vinna að verklagsreglum um helstu verkefni og efla eftirlit með að farið sé eftir þeim. 2017 2018 200 þ.kr. 200 þ.kr. 200 þ.kr.
Mælikvarðar Gögn lögð til grundvallar Staða 2015 Staða 2016 Viðmið 2017 Viðmið 2018 Viðmið 2019
Skólanámskrá og stefna á vef skólans Heimasíða skólans Gögn ekki nógu sýnileg á vef skólans Gögn ekki nógu sýnileg á vef skólans Skólanámskrá komin á vef skólans Stefna skólans sýnileg á vef skólans
Hvaða verklagsreglur eru virkar Sjálfsmatsskýrsla unnin eftir innra mat. Verklags-reglur ekki nógu skýrar Hluti verklags-reglna á vef Flestar verklags-reglur á vef skólans Allar verklags-reglur á vef skólans