Skólinn

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er framhaldsskóli með áfangakerfi. Skólinn hefur það að meginmarkmiði að skapa metnaðarfullt námsumhverfi þar sem komið er til móts við þarfir hvers og eins með sveigjanlegu skipulagi. Áhersla er lögð á persónuleg samskipti starfsfólks og nemenda og að nemendur mæti ávallt alúðlegu viðmóti.

Hlutverk skólans er að:

• stuðla að alhliða þroska nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi

• búa nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám

• efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemend

• þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun

• kenna nemendum að njóta menningarlegra verðmæta

• hvetja nemendur til stöðugrar þekkingarleitar.2

Upptökusvæði FSN er norðanvert Snæfellsnes og sunnanverðir Vestfirðir. Skólinn starfrækir framhaldsdeild á Patreksfirði auk þess bíður skólinn upp á dreifnám óháð búsetu. Dreifnám FSN er ólíkt fjarnámi að því leiti að nemendum býðst að mæta í skólann og sitja tíma í viðkomandi áfanga. Skólinn í tölum sjá nánar hér:  fsn.is/?page_id=742   

 

.