Forvarnarstefna

Forvarnastefna

Síðast breytt: 23.september 2013

Við Fjölbrautaskóla Snæfellinga stundar fjölbreyttur hópur einstaklinga nám. Jákvæð viðhorf, skilningur á mismunandi þörfum og markmiðum einstaklinganna sem og virðing fyrir náunganum eru lykilatriði í heilbrigði hvers einstaklings.

Öll notkun vímuefna er bönnuð í skólanum, á skólalóðinni sem og á samkomum og ferðalögum á vegum hans. Í samfélagi skólans er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér heilbrigðan lífsstíl. Lögð er áhersla á að nemendur stundi öflugt og skapandi félagslíf. Nemendur þurfa að hafa tækifæri til að sinna áhugamálum sem efla félagsþroska þeirra og gerir þeim kleift að verða sterkari einstaklingar sem hafa það að leiðarljósi að lifa heilbrigðu og skynsömu lífi. Markmiðið er að þessi megingildi endurspeglist í þeirra daglega lífi jafnt innan skóla sem utan.

Við viljum gera nemendum kleift að styrkja sjálfsmynd sína og sjálfsvirðingu með það að markmiði að auka færni þeirra í lífsleikni og sporna gegn allri sjálfseyðandi hegðun.  Hvetja skal til almennrar umræðu um forvarnir og heilbrigðan lífsstíl með einum eða öðrum hætti í flestum námsgreinum, eftir því sem tök eru á.

Forvarnir eru hluti af reglubundnu starfi skólans en það er þó fyrst og fremst í gegnum virðingu allra fyrir markmiðunum og sýnilegum stuðningi við jákvæð gildi sem forvarnastefnan skilar árangri. Forvarnafulltrúi skólans starfar með nemendafélagi að skipulagi heilbrigðs félagslífs og skal vera tengiliður um forvarnir bæði innan skóla sem utan og hefur samskipti við aðra sem vinna að forvarnamálum.

FSN er í hóp  heilsueflandi framhaldsskóla. Hér má sjá nánari upplýsingar um verkefnið.