Íþróttakennsla

Síðast breytt: 28. desember 2016

Í skólanum er líkamsræktarsalur þar sem íþróttakennsla fer fram. Auk þess er reglulega boðið upp á áfanga eins og útihlaup, knattspyrnu, hnit, blak og skíðaiðkun. Nemendur þurfa að mæta í íþróttir í 19 skipti á hverri önn, eða þrisvar sinnum á hverjum tveimur vikum. Nauðsynlegt er að nemendur mæti í íþróttir jafnt og þétt yfir önnina – ekki verður hægt að vinna upp tíma í lok annar, nema að takmörkuðu leyti. Það er mikilvægt að merkja strax inn á stundatöfluna tíma sem eru lausir fyrir íþróttir. Þeir sem ekki finna tíma fyrir íþróttir á töflunni sinni eru beðnir um að hafa samband við íþróttakennara.

 iþrottir v16