Reglur um námsframvindu

 

Reglur um námsframvindu

Síðast breytt: 12.janúar 2016

Ástundun: Námsframvinda og mætingar

 • Kennarar, umsjónarkennarar og námsráðgjafi fylgjast með ástundun nemenda. Námsráðgjafi vinnur með kennurum þeirra nemenda sem eiga í vandræðum með að sinna náminu hvort sem það er út af skilgreindum námsörðugleikum eða öðru. Umsjónarkennarar hitta umsjónarnemendur sína reglulega og leita skýringa hjá nemendum sem sinna náminu ekki sem skyldi og hvetja þá til þess að taka sig á.
 • Nemandi í fullu námi skal ljúka 15 einingum á önn hið minnsta eða ná fullnægjandi námsárangri í námi sem svarar til 18 kennslustunda á viku og telst hann annars fallinn á viðkomandi önn. Ljúki nemandi færri einingum en 15 tvær annir í röð á hann ekki vísa skólavist.
 • Um námsframvindu gilda eftirfarandi viðmið:
  • Ef nemandi hefur undir 5 í þremur eða fleiri greinum við lotuskil og/eða að vera með mætingu undir 80% þá fær nemandinn formlega áminningu.
  • Ef slakur árangur við annarskil er enn svipaður því sem hann var við lotuskil þá býðst nemandanum að gera samning við skólann um bættan árangur á næstu önn.
  • Standi nemandinn ekki við samninginn lítur skólinn svo á að hann hafi sagt sig frá námi.
  • Ólögráða nemendur eru kallaðir á fund skólastjórnenda ásamt foreldrum/forráðamönnum þar sem formleg áminning er gefin eða samningur undirritaður.
  • Andmælaréttur nemandans er virtur þar sem hann getur komið fram með skýringar og/eða leiðréttingar á fundunum auk þess að geta vísað málum til skólaráðs.