Sálfræðiþjónusta

FSN og Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga eru í samstarfi um að bjóða nemendum skólans upp á sálfræðiþjónustu. Sálfræðingurinn, Emil Einarsson, tekur á móti nemendum einu sinni í viku, fyrir hádegi á miðvikudögum, á heilsugæslunni í Grundarfirði.  Þjónustan er nemendum gjaldfrjáls og geta þau pantað viðtöl hjá námsráðgjafa FSN eða á skrifstofu félagsþjónustunnar en þar er að finna eyðublöð sem gilda sem beiðni um viðtal. Nemendum undir 18 ára verður leiðbeint með að fá formlegt samþykki foreldra áður en sálfræðiviðtöl hefjast.

Hér er hægt að nálgast eyðublað fyrir umsókn um viðtal við sálfræðing

Emil Einarsson
Sálfræðingur
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga
S: 4307803
emil@fssf.is