Skólaráð FSN

 Í skólaráði FSN veturinn 2017/2018 sitja:

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari

Sólrún Guðjónsdóttir, aðstoðarskólameistari

María Kúld Heimisdóttir, kennari

Sigríður Guðbjörg Arnadóttir, deildastjóri á starfsbraut

Haukur Páll Kristinsson., forseti nemendafélags

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla frá 2008 skal skólaráð vera skólameistara til samráðs og aðstoðar. Skólameistari er oddviti skólaráðs sem auk hans skal skipað staðgengli hans og fulltrúum kennara og nemenda. Nánar er kveðið á um skipan skólaráðs í reglugerð um skólaráð við framhaldsskóla þar sem segir eftirfarandi:

Kosið skal til skólaráðs við upphaf hvers skólaárs. Í ráðinu sitja tveir fulltrúar kennara, kjörnir á fyrsta almenna kennarafundi skólaársins. Nemendaráð kýs tvo fulltrúa í skólaráð. Aðstoðarskólameistari og áfangastjóri sitja í skólaráði.

Varðandi hlutverk skólaráðs segir:

Skólaráð:

  1. er skólameistara til aðstoðar og ráðgjafar um stjórn skólans,
  2. fjallar um starfsáætlun skólans og framkvæmd hennar,
  3. fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum, vinnu- og félagsaðstöðu nemenda,
  4. veitir umsögn um erindi frá skólanefnd, almennum kennarafundi, nemendaráði, einstaklingum, skólameistara og menntamálaráðuneytinu sé þess óskað,
  5. fjallar um mál sem varða einstaka nemendur. Með slík mál skal farið sem trúnaðarmál.

 

Skólaráð getur vísað erindum sem það hefur fjallað um, ásamt umsögn, til skólanefndar, kennarafundar eða nemendaráðs.

Rísi ágreiningur í skólaráði skal leitast við að jafna hann og reyna að ná niðurstöðu án þess að greiða þurfi atkvæði. Komi til atkvæðagreiðslu um mál ræður afl atkvæða. Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði skólameistara.

Skólaráð starfar á starfstíma skóla, en heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til. Skólameistari boðar til funda. Skylt er að kalla saman fund ef tveir eða fleiri skólaráðsmenn óska þess.

Halda skal gerðabók um skólaráðsfundi og skulu fundargerðir liggja frammi í skólanum.