Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2018

Rafræn innritun

Innritun í framhaldsskóla er rafræn, þ.e. sótt er um skólavist á netinu. Hægt er að sækja um framhaldsskóla hér:   Umsókn um skólavist á haustönn 2018

Forinnritun nemenda í 10. bekk mun standa yfir dagana 5. mars til 13. apríl.

Innritun annarra en 10. bekkinga mun standa yfir 6. apríl til 31. maí.

Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 8. júní.

Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla

Innritun í fjarnám í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sjá upplýsingar á síðu skólans.

 

 


 

Vortónleikar Stórsveitar Snæfellsness

Vortónleikaröð Stórsveitar Snæfellsness hefst í dag, þriðjudaginn 1. maí kl. 19:30 í Röst á Hellissandi.   Miðaverð er aðeins 1.500 krónur en frítt er fyrir þá sem eru yngri en 18 ára.
Stórsveitin verður svo með hádegistónleika í Fjölbrautaskóla Snæfellinga miðvikudaginn 2. maí kl. 11:45 og er frítt inn. Þetta er kjörið tækifæri til að njóta góðrar tónlistar í hádegishlénu.
Lokatónleikarnir verða svo í sal Tónlistarskólans í Stykkishólmi miðvikudaginn 2. maí kl. 19:30 og er miðaverð aðeins 1.500 krónur en frítt fyrir þá sem eru yngri en 18 ára.

Við hvetjum Snæfellinga til að skella sér á tónleika, dagskráin er frábært og hentar öllum aldurshópum.