Kvennafrí

Mánudaginn 24. október, á kvennafrísdeginum,  munu konur leggja niður vinnu kl. 14:38. Meðal atvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla og samkvæmt því eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9 – 17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38  (http://kvennafri.is/kjarajafnretti-strax-kvennafri-manudaginn-24-oktober-kl-1438/)
Kennslu í FSN verður hætt kl. 13.55 og rútur fara heim kl. 14 þennan dag.

Markaðfræði

Nú á dögunum unnu nemendur í Markaðsfræði litla markaðskönnun.
Gögnum var safna og síðan unnið úr í samvinnu við kennara. Niðurstöðum mátti skila með ýmsu móti en þeir Nökkvi og Viktor héldu stórskemmtilega og áhugaverða kynningu fyrir samnemendur um niðurstöður sinnar könnunnar.

Kynningin var mjög flott hjá þeim Nökkva og Viktori og er gaman að sjá þegar verkefni kveikja í þekkingarþorsta nemenda og þeir gera jafnvel meira en beðið er um.

SAMSUNG CSC

SAMSUNG CSC

Föstudaginn 21. október munu nemendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga fá umsagnir um stöðu sína í öllum áföngum.  Þetta verður önnur umsögn af þremur á þessari önn en umsögn getur verið þrennskonar. Continue reading