Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Grundargötu 44, 350 Grundarfjörður Sími: 430-8400 Kennitala: 470104-2010 Netfang: fsn@fsn.is

Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Aðalstræti 53, 450 Patreksfirði Sími: 456-8400 | Fax: 456-8401

Undirbúningur undir sólardaga og árshátíð

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir sólardaga og árshátíð. Sólardagar eru 5. og 6. febrúar og árshátíðin föstudaginn 6.febrúar. Sólardaganefnd situr stíft á fundum í Fiskabúrinu, forseti nemendafélagsins stýrir kosningum fyrir árshátíð en í þeim kosningum er verið að  kjósa um ýmsa titla, svo sem ungfrú og herra NFSN. Þá er vitað að unnið er að stuttmynd því á árshátíðinni verður Árshátíðarþáttur meistaranna í Skák & Mát frumsýndur!

Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2015

Forinnritun nemenda í 10. bekk mun standa yfir
dagana 4. mars til 10. apríl

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 1999 eða síðar) hefst miðvikudaginn 4. mars og lýkur föstudaginn 10. apríl. Nemendur fá bréf frá Námsmatsstofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Námsmatsstofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.

Innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða verður 2. til 28. febrúar
Rafræn innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða stendur yfir dagana 2. til 28. febrúar. Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir umsóknir sem berast eftir þann tíma. Stefnt er að afgreiðslu allra umsókna á starfsbrautir fyrir lok apríl. (more…)

Lið FSN er úr leik í Gettu betur

Lið FSN féll úr keppni í Gettu betur. Þau stóðu sig vel og við þökkum þeim fyrir þeirra frammistöðu.

Fjögur lið komin áfram í Gettu betur

Gettu betur

Gettu beturFSN keppir við Kvennó

Kl. 21:00

Þriðjudaginn 20.janúar

 

 

Keppendur í liði FSN eru: Hilmar Orri Jóhannsson, Katrín Eva Hafsteinsdóttir og Logi Sigursveinsson.

Loftur Árni Björgvinsson enskukennari er þjálfari þeirra.

Við óskum þeim góðs gengis í keppninni.

Sigurvegarar Ísleikanna

 

Ísleikarnir 2014-2015

 

Ísleikunum 2014-2015 lauk í dag.

Á myndinni má sjá sigurliðið:  Pulsuvagninn:

Anna Kara, Íris Dögg, Svanlaugur Atli, Benedikt, Friðfinnur og Lovisa