Vegna ferða skólabíla

Að gefnu tilefni viljum við vekja athygli á að við í FSN erum mjög meðvituð um veðurskilyrði á Snæfellsnesi og höfum náið samráð við rútubílstjóra og við látum alltaf rútufarþegana njóta vafans. Ef nemendur á eigin bílum treysta sér ekki til að keyra er þeim bent á að þeir geta tekið rútuna.

Veður er tekið klukkan 7 að morgni og húsvörður og rútubílstjórar ræða ástandið.             Ef ástæða er til, að þeirra mati að fella niður rútuferðir hefur húsvörður samband við skólameistara eða aðstoðarskólameistara.

Verði ákveðið að fella niður skóla verður það sett á heimasíðu og fésbókarsíðu skólans klukkan 7:30.

Nemendur og starfsfólk fá send símskilaboð (SMS).

Sá leiði atburður gerðist fyrir viku að SMS skilaboð sem voru send út bárust ekki til viðtakenda.

Þess vegna viljum við brýna fyrir nemendum, starfsfólki og foreldrum að fylgjast með tilkynningum á fésbók og heimasíðu skólans.