Svefnrannsókn í samþættu lokaverkefni

Fréttin hér á eftir er unnin af nemendum sem tóku þátt í lokaverkefni nemenda í fimm áföngum við skólann.  Þessir áfangar eru tölfræði, inngangur að náttúruvísindum, aðferðafræði, íslenska og enska.

Nú á dögum stóðu fimm áfangar í skólanum fyrir rannsóknarvinnu tengdri svefni hjá unglingum hér í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Continue reading

Jarðsaga

Hér við Fjölbrautaskóla Snæfellinga  er kenndur áfanginn Jarðsaga en áfangi þessi er á þriðja þrepi. Efni áfangans nær frá myndun jarðar allt til dagsins í dag. Nemendur fengu frjálsar hendur hvernig þeir vildu gera lokaverkefnið sitt í áfanganum og komust þeir að þeirri niðurstöðu að gera borðspil. Unnið var að gerð spilsins í tvær vikur og það var spilað í fyrsta sinn í gær. Spilinu er skipt upp eftir fjórum öldum jarðsögunnar, upphafsöld og frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. Nemendur fá mikið hrós fyrir vel unnið verkefni en spilið mun nýtast til kennslu í jarðsögu í framtíðinni. Kennari áfangans er Árni Ásgeirsson.

Hönnun og sköpun á starfsbraut

Nemendur starfsbrautar hafa verið í hönnunaráfanga hjá Ólafi Tryggvasyni og sköpun hjá Áslaugu Sigvaldadóttur nú á haustönn.  Í hönnunaráfanganum smíðuðu þau sér forláta gítar eins og sjá má á myndunum en í sköpun gerðu þau meðal annars brúður sem eru annsi skemmtilegar.