Heimsókn frá Portland

Þær Caroline og Eliza, 16 ára nemendur frá Portland í Main, komu í heimsókn í FSN í dag. Þær eru hér í vorfríi með foreldrum sínum og langaði að heimsækja framhaldsskóla og hitta jafnaldra sína. Þau fengu skoðunarferð um skólann og fóru svo í enskutíma hjá Lofti enskukennara og spjölluðu við jafnaldra sína. Þær sögðu okkur frá sínum skólum og lýstu ánægju sinni með skólann og það frelsi sem nemendur hér búa við.