Sólardagar

Sólardagar2 0Hinir árlegu Sólardagar eru miðvikudag og fimmtudag næstkomandi. Nú er tækifæri til að lyfta sér aðeins upp og skella sér í allskonar námskeið eins og t.d. MMA, ljósmyndun, Pole fitness og nudd.

Skráning hefst á slaginu 9:30 þriðjudaginn 9. febrúar!

Sólarleikar – lýsing

Foreldrafundur á Patreksfirði

Foreldrafundur

  1. febrúar 2016 – kl. 18.00

 

Foreldrum/forráðmönnum nemenda framhaldsdeildar FSN á Vestfjörðum og foreldrum 10.bekkinga er boðið á foreldrafund í húsnæði deildarinnar á Patreksfirði.

Skólameistari og námsráðgjafi Fjölbrautaskóla Snæfellinga kynna skólastarfið.

Dagskrá:

  • Námið og kennslan
  • Nýjar námsbrautir
  • Ferðir nemenda til Grundarfjarðar
  • Kynning á þjónustu við nemendur:námsráðgjöf og sálfræðingur
  • Önnur mál

 

 

Grundarfirði 28.janúar 2016

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, skólameistari

 

Innritun á starfsbraut

Innritun nemenda á starfsbraut í Fjölbrautaskóla Snæfellinga hefst þann 1. febrúar næstkomandi og stendur til 29. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun.

Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er velkomið að heimsækja skólann og kynna sér starf hans á innritunartímabilinu.