Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Grundargötu 44, 350 Grundarfjörður Sími: 430-8400 Kennitala: 470104-2010 Netfang: fsn@fsn.is

Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Aðalstræti 53, 450 Patreksfirði Sími: 456-8400 | Fax: 456-8401

Frestun á opnu húsi.

FFé -gönguferð 17.marsVegna veðurs þurftum við að fresta því að hafa opið hús í FSN. Við höfum ákveðið að fresta því fram yfir páska þar sem grunnskólanemendur eru önnum kafnir í undirbúningi árshátíðar. Á opnu húsi munum við kynna skólann, nýjar námsbrautir og  félagslíf skólans.  Nánar auglýst síðar.

Sólmyrkvinn

Nemendur og starfsfólk létu sólmyrkvann ekki fara fram hjá sér. Á fésbókarsíðu skólans eru myndir.

Fésbókarsíða Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Háskóladagurinn

 

Edda BáraHáskóladagurinn tókst einstaklega vel hér í Fsn.

Nemendur fengu kynningu á námi í öllum sjö háskólum landsins og sýnu mikinn áhuga. Það er ekki ósennilegt að einhverjir nemendur séu nú ákveðnir í hvaða menntun þeir velja að loknu stúdentsprófi hér.

Kunnuglegt andlit var í kynningarbás frá Háskólanum á Bifröst. þar var komin nemendi okkar Edda Bára en hún stundar nám í viðskiptalögfræði á Bifröst.

Myndir frá deginum eru á fésbókarsíðu skólans. https://www.facebook.com/home.php

 

Háskóladagurinn í FSN fimmtudaginn 19.mars

Háskóladagur

 

 

 

 

 

Allir sjö háskólar landsins verða með kynningar í Fjölbrautarskóla Snæfellinga, FSN Grundarfirði, næsta fimmtudag, 19. mars, kl. 13-14:30.

Fulltrúar háskólanna verða á staðnum á þessum tíma, svara öllum mögulegum og ómögulegum spurningum, útskýra nýjungar í náminu og gefa gott lesefni. Við hvetjum alla til þess að mæta og kynna sér það háskólanám sem er í boði á Íslandi í dag en háskólar landsins bjóða samtals upp á yfir 500 námsleiðir.

Heimasíða Háskóladagsins er www.haskoladagurinn.is

Hér facebooksíða Háskóladagsins

https://www.facebook.com/pages/Háskóladagurinn/232071306869668?ref=bookmarks

Fjöllin, fjörðurinn og ég

FFé -gönguferð 17.mars

Nemendur í áfanganum FFÉ fóru í gönguferð í blíðunni í dag. Ferðinni var heitið að veðurathugastöðinni í Grundarfirði þar sem nemendur eru að fjalla um veður og stjörnuathuganir.