Föstudagur 24.febrúar – Skólaakstur frá Stykkishólmi og Snæfellsbæ fellur niður

http://fsn.is/wp-content/uploads/2017/02/vedur.gif

Veðurspá er mjög slæm á morgun og það er útlit fyrir að eftir klukkan 10 fari veður og færð versnandi. Það hefur því verið ákveðið að fella niður skólaakstur á morgun.

Ég vil minna nemendur  á að hægt er að vinna verkefni í moodle þó að skólahald sé ekki með hefðbundnum hætti.

Að sjálfsögðu geta nemendur haft samband við kennara í tölvupósti og á skype.

Góða helgi

Heimsókn i Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Heimsókn i Fjölbrautaskóla Snæfellinga – Konfúsíuarfélagið

Starfsfólk Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa, sem er kínversk menningarstofnun við Háskóla Íslands,var á ferð á Snæfellsnesi og kom við í  Fjölbrautaskóla Snæfellinga.  Skólinn fékk gefins kennslubækur í kínversku ásamt nokkrum bókum um kínverska menningu á ensku. Kennslubækurnar hafa verið þýddar á íslensku og henta vel fyrir byrjendur í kínversku.

www.konfusius.is

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2017.

Forinnritun nemenda í 10. bekk mun standa yfir dagana 6. mars til 10. apríl

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2001 eða síðar) hefst mánudaginn 6. mars og lýkur mánudaginn 10. apríl. Nemendur fá bréf frá Menntamálastofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.

http://www.menntagatt.is

 

Continue reading