Foreldrafundur

Featured

Fjölbrautaskóli Snæfellinga boðar til foreldrafundar.

Mánudaginn 29. ágúst kl. 18.00 – 19.30

Fundurinn er haldinn í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Foreldrafundur verður haldinn í framhaldsdeildinni á Patreksfirði miðvikudaginn 31. ágúst kl. 16.30.

Dagskrá:

  • Almennt um FSN
  • Kennsluhættir-Námsmat
  • Kynning á foreldrafélagi
  • Kynning á stoðþjónustu og INNU
  • Umsjónarkennarar nýnema

 

Við hvetjum foreldra til þess að koma á fundinn og fræðast um skólastarfið, ræða námið og velferð nemenda. Við teljum mikilvægt að samstarf foreldra og skóla sé gott og öflugt. Rannsóknir og reynslan sýna að virkt samstarf foreldra og skóla stuðlar að jákvæðum áhrifum á skólastarfi, auðveldar foreldrum að styðja við börn sín og dregur úr hættu á brottfalli úr skóla.   Allir foreldrar/forráðamenn eru velkomnir en foreldrar nýnema eru sérstaklega hvattir til að koma á fundinn.

Skólameistari

Hrafnhildur Hallvarðsdóttir

Spilað i sólinni

Gallery

This gallery contains 6 photos.

Freydís Bjarnadóttir stærðfræðikennari í FSN kennir áfanga þar sem nemendur spila hin ýmsu spil.  Í áfanganum eru spiluð nokkur af flóknari borðspilum. Þessa kunnáttu geta nemendur svo hæglega nýtt sér í sínu félagslífi. Skemmtilegur valáfangi.