Dagur íslenskrar tungu

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, verður fagnað í tuttugasta og þriðja sinn föstudaginn 16. nóvember nk. Dagurinn hefur fest sig í sessi sem sérstakur hátíðisdagur íslenskunnar og kjörið tækifæri til þess að fagna því sem vel er gert og minna á mikilvægi tungumálsins okkar.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum standa saman að kynningu á þessum degi og vilja hvetja sem flesta til þess að fagna honum með sínum hætti og hafa þá íslenskuna í sérstöku öndvegi..

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Mánudaginn 24.september hélt ný skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga sinn fyrsta fund. Síðasti fundur skólanefndar FSN var 5.desember 2016 en skólinn hefur verið án skólanefndar síðan þá. Ný skólanefnd var skipuð 12.júní og er hún þannig skipuð: Aðalmenn án tilnefningar: Vilborg Lilja Stefánsdóttir, Örvar Marteinsson og Helga Guðmundsdóttir. Continue reading

Önnur umsögn haustannar

Mánudaginn 5. nóvember verður námsmatsdagur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og því verður engin kennsla þann dag. Skrifstofa skólans verður einnig lokuð. Önnur umsögn haustannar birtist svo nemendum í Innu þriðjudaginn 6. nóvember.