Morfís keppni milli nemenda og kennara!!

Á morgun (þriðjudag) verður svakaleg keppni milli nemenda og kennara í verkefnatímanum Kl 13:40.

Nemendur sem keppa:

Guðbjörg Helga

Jón Grétar

Lena Hulda

Ísól Lilja

Kennarar sem keppa:

Freydís

Iðunn

María Kúld

Þetta verður æsispennandi og skemmtileg keppni! 😊

Umræðuefnið er “Ferðir til Mars” og nemendur mæla með og kennarar á móti.

Hvetjum alla í skólanum til þess að koma og horfa á!

Nemendur munu svo keppa við MH næstkomandi fimmtudag og við hvetjum alla til þess að mæta í MH til þess að sýna skólanum okkar stuðning!

Háskólahermir – Skráning

Skráning í háskólaherminn sem kynntur var fyrir ykkur í síðustu viku fer fram:

ÞRIÐJUDAGINN 17. JANÚAR KL 10:00!

Aðeins 300 pláss eru í boði svo það er um að gera að skrá sig sem allra fyrst. Háskólahermirinn er miðaður við þá sem eru hálfnaðir með nám í framhaldsskóla (c.a ´99 eða ´98 árgang)

                                              Skráning fer fram á þessari slóð http://www.hi.is/haskolahermir