Útskriftarhátíð í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Dúxinn tekur við verðlaunumFöstudaginn 27.maí var útskrifað frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í 22.skiptið.Í þetta sinn voru 22 nemendur útskrifaðir. Af náttúrufræðibraut útskrifuðust 13 nemendur, af félagsfræðabraut útskrifuðust 6 nemendur, einn nemandi útskrifaðist af opinni braut, einn nemandi lauk viðbótarnámi til stúdentsprófs og af starfsbraut útskrifaðist einn nemandi. Með þessum hóp hefur skólinn útskrifað 308 nemendur frá fyrstu útskriftinni sem var í desember 2005.

Á myndinni sést dúx skólans, Viktoría Ellenardóttir taka við viðurkenningum fyrir góðan námsárangur. Hún hlaut hæstu meðaleinkunn á stúdentsprófi sem hefur verið gefin í sögu skólans en meðaleinkunn hennar var 9,74.

Það er ánægjulegt að segja frá því að útskriftin var send út í fjarfundabúnað þannig að hægt var að fylgjast með þessari athöfn í húsnæði Framhaldsdeildar á Patreksfirði.  Svona kennum við dags daglega til Framhaldsdeildar á Patreksfirði.

Við óskum nýstúdentum og fjölskyldum þeirra innilegar hamingjuóskir í tilefni þessa merka áfanga.