Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Grundargötu 44, 350 Grundarfjörður Sími: 430-8400 Kennitala: 470104-2010 Netfang: fsn@fsn.is

Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Aðalstræti 53, 450 Patreksfirði Sími: 456-8400 | Fax: 456-8401

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum.

Logo-35x50cm-an-texta

 

 

 

   Tvær stöður raungreinakennara.

Meðal kennslugreina eru eðlis-, efna-, jarð- og líffræði.

    Hálf staða spænskukennara.

Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans.
Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdentsbrautir, framhaldsskólabraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóladeild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.

(more…)

Útskrift 24. maí 2014

Logo-35x50cm-an-textaÚtskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin laugardaginn 24. maí  í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.

 

Allir velunnarar skólans eru velkomnir.

Skólameistari

 

Páskafrí

Páskafrí 14. – 21. apríl.

Kennsla samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. apríl.

Skrifstofan verður lokuð þessa daga.

Gleðilega páska!

Páskar

 

Skólaheimsókn í FSN

Flottir krakkar úr 10. bekk af Snæfellsnesi komu og heimsóttu okkur í FSN :)

Takk fyrir komuna krakkar !

Skólaheimsóknphoto 4

Íslandsmeistarar Snæfells

 

Íslandsmeistarar Snæfells

Við í Fjölbrautaskóla Snæfellinga óskum nýkrýndum Íslandsmeisturum kvenna í körfubolta innilega til hamingju. Þið eruð vel að titlinum komnar enda valinn maður í hverju rúmi. Það eru forréttindi að hafa kynnst mörgum ykkar.

Áfram Snæfell

Jón Eggert Bragason

Skólameistari FSN