Fjölbrautaskóli Snæfellinga

Grundargötu 44, 350 Grundarfjörður Sími: 430-8400 Kennitala: 470104-2010 Netfang: fsn@fsn.is

Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Aðalstræti 53, 450 Patreksfirði Sími: 456-8400 | Fax: 456-8401

10 ára afmæli Fjölbrautaskóla Snæfellinga

boðskort

Ísleikarnir

Fyrstu Ísleikar NFSN voru haldnir 18.september.

Myndir frá Ísleikunum eru á fésbókarsíðu skólans.Ísleikarnir

Gestir frá Framhaldsskólanum á Húsavík

2014-09-12_12-55-15_333

 

Föstudaginn 12. september komu ellefu starfsmenn Framhaldsskólans á Húsavík í heimsókn.

Gestirnir funduðu með skólameistara, fylgdust með  kennslu og fengu kynningu hjá Sólrúnu og Hrafnhildi á leiðsagnarmati. Eftir að hafa skoðað húsið og hitt kennara og nemendur snæddu gestirnir hádegismat og lögðu síðan af stað heim á leið. Það er afskaplega gaman að fá starfsfólk annarra skóla í heimsókn, mynda ný tengsl og deila hugmyndum. Við þökkum Húsvíkingum  skemmtilega heimsókn.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðinn stór

Skarðsvík 2014 057Nemendur FSN fengu fyrirlestur í matsalnum þriðjudaginn 9.september.

Fyrirlesturinn  ” Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór? og var fluttur af Þorláki Árnasyni sem er yfir hæfileikamótunarverkefni innan KSI, ásamt því að vera þjálfari U17 landsliðs karla í knattspyrnu og fyrrum þjálfari kvennaliðs stjörnunnar í knattspyrnuattspyrnu. Það má sjá myndir á Fésbókarsíðu FSN

Stöðupróf í framandi tungumálum

STÖÐUPRÓF 17. SEPTEMBER 2014

Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin 17. september kl. 16:00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð í eftirtöldum tungumálum:

Stöðupróf í albönsku, filipísku (tagalog og bisaya), finnsku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, lettnesku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, svahílí  og víetnömsku. (more…)