FSN - leiðandi til framtíðar?

Fjölbrautaskóli Snæfellinga tók til starfa haustið 2004. Skólinn hefur allt frá upphafi markað sér sérstöðu meðal framhaldsskóla á landsvísu og verið leiðandi í nýjum kennsluháttum. Í ágúst 2007 var birt úttekt á starfsemi skólans á þessum fyrstu þremur starfsárum hans. Úttekin var gerð af hálfu menntamálaráðuneytis og var í höndum Ásrúnar Matthíasdóttur og Trausta Þorsteinssonar.

Stjórnendur Fjölbrautaskóla Snæfellinga ákváðu, í framhaldi af úttektinni að efna til víðtækrar samræðu um skólann og nýta afrakstur hennar til að marka stefnu um hvernig skólinn verður áfram í fararbroddi til framtíðar. Alta hafði umsjón með samráðsfundum og hefur hér tekið saman skilaboð frá fundunum.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga - Leiðandi til framtíðar?