Fjölbrautaskóli Snæfellinga er 19. UNESCO-skólinn á Íslandi!

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er 19. UNESCO-skólinn á Íslandi!

Fjölbrautaskóli Snæfellinga er nýjasti UNESCO-skólinn á Íslandi

Alls eru UNESCO-skólar hér á landi því orðnir 19 talsins. Einn leikskóli, sjö grunnskólar og 11 framhaldsskólar.
Sérstök þemavika um heimsmarkmiðin var haldin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í byrjun sept. Þemavikan hófst á því að Kristrún María Heiðberg, verkefnastjóri UNESCO-skóla, kom í heimsókn og hélt fyrirlestur um heimsmarkmiðin fyrir nemendur og starfsfólk skólans.
 
 
UNESCO-skólar er eitt elsta skólanet í heimi, starfrækt frá árinu 1953. Skólarnir eru nú um 12 þúsund talsins og starfa í yfir 180 löndum um allan heim.
UNESCO-skólar leggja áherslu á heimsmarkmiðin, starfsemi SÞ, alþjóðasamvinnu og frið og mannréttindi, auk þess að styðja við grunnþætti menntunar samkvæmt aðalnámskrá.
Mikill kraftur hefur verið í starfi UNESCO-skóla undanfarin ár og aukinn áhugi skóla hér á landi að taka þátt.
 
Nemendur og skólameistari hampa UNESO skírteini