Námsmatsdagur 28.september

Föstudaginn 28. september verður ekki kennsla í FSN.

Mánudaginn 1.október fá nemendur fyrri umsögn á þessari önn. Foreldar og forráðamenn nemenda sem eru yngri en 18 ára geta séð þessa umsögn í INNU.

Nemendur fá umsögn tvisvar sinnum yfir önnina í öllum áföngum. Þessar umsagnir eiga að gefa nemendum, foreldrum/forráðamönnum og umsjónarkennurum hugmynd um stöðu nemandans í námi. Við notum bókstafi þegar við gefum umsagnir en lokaeinkunn sem nemendur fá í lok annar er í tölustöfum.

Bókstafirnir hafa þessar merkingar:

Samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla skal námsmat byggja á margvíslegum námsmatsaðferðum og taka til allra þátta námsins. Námsmat í FSN byggir á leiðsagnarmati og eru formleg próf í lok anna ekki til staðar. Vinna nemenda er metin jafnóðum allan námstímann og fá þeir auk tveggja umsagna lokaeinkunn í annarlok sem byggir á einkunnum fyrir verkefnavinnu nemandans yfir önnina.
Foreldrum er að sjálfsögðu velkomið að hafa samband við umsjónarkennara ef einhverjar spurningar vakna.

 

Forvarnarfulltrúi FSN

Forvarnarfulltrúi FSn, María Kúld, hóf starf vetrarins í samvinnu við Minningarsjóð Einars Darra. Sjóðurinn gaf armbönd sem nemendur og starfsfólk gátu fengið sér, að bera armbandið er tákn um samstöðu en einnig er það ætlað til að fá fólk, sér í lagi ungmenni til að horfa á armbandið og hugsa sig tvisvar um áður en þau misnota lyf eða önnur vímuefni.

Continue reading