Heimsókn frá leikskólanum Sólvöllum

Við fengum skemmtilega heimsókn í dag, föstudaginn 26. október er hluti nemenda á leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði kom til okkar. Í nemendahópnum eru tveir nemendur sem voru að heimsækja mæður sínar í vinnuna og sýna um leið samnemendum sínum vinnustað þeirra.  Með nemendunum á efri myndinni eru þær Berglind Rósa Jósepsdóttir starfsmaður í mötuneyti skólans og Kristín Lilja Friðriksdóttir raungreinakennari.

Valtímabil fyrir vorönn 2019

Í dag hefst valtímabil fyrir vorönn 2019.

Umsjónarkennarar verða til aðstoðar í umsjónartíma í dag klukkan 13:30-14:20.

Námsráðgjafi og aðstoðarskólameistari veita einnig aðstoð við val.

Valtímabili lýkur á föstudag 26.október.

Hér má finna leiðbeiningar um val: Leiðbeiningar um val.

Það er mjög mikilvægt að nemendur velji áfanga fyrir næstu önn, annars hafa þeir ekki trygga skólavist.  Val er umsókn um skólavist á næstu önn.

Breyting- skólabíll-Ólafsvík

Frá og með mánudeginum 22.október mun skólabíllinn úr Snæfellsbæ stoppa við íþróttahúsið í Ólafsvík.

Þetta er gert til að farþegar geti beðið innanhúss eftir skólabílnum, ykkur er velkomið að bíða inni í anddyri íþróttahússins.

Áætlunin er að öðru leyti óbreytt.

Áætlun:

Frá Stykkishólmi kl. 7:50 (Íþróttamiðstöð)
Frá Hellissandi kl. 7:50 (N1)
Frá Rifi kl. 7:53
Frá Ólafsvík kl. 8:05 (Íþróttahús)
Frá skólanum kl. 15:35 mánudaga til fimmtudaga
kl. 14:30 föstudaga