Stórsveit Snæfellsness

Stórsveit Snæfellsness hélt tónleika fimmtudaginn 30.nóvember í hátíðarsal Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Stjórnandi stórsveitarinnar er Baldur Orri Rafnsson. Efnisskrá tónleikanna var fjölbreytt og skemmtileg fyrir alla aldurshópa og áheyrendur afar ánægðir með flutninginn.

 

Sveitin fékk til liðs við sig gestasöngvara,  Símon Hjaltalín og hann söng ásamt Kristbjörgu Ástu Viðarsdóttur en hún æfir með stórsveitinni.

Hljómsveitin er skipuð ungu tónlistarfólki af Snæfellsnesi og eru þau öll  í námi við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Sveitin æfir tvisvar í viku  og er þetta áfangi í námi þeirra við FSN. Þessi áfangi hefur verið kenndur við skólann síðan 2011 og nú eru 15 nemendur skráðir  í áfangann. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa allir stundað tónlistarnám við tónlistarskólana á Snæfellsnesi og það er einstaklega ánægjulegt að þetta hæfileikaríka unga fólk skuli geta spilað saman og haldið áfram tónlistarnámi sem hluta af framhaldsskólanámi.