Heimsókn frá leikskólanum Sólvöllum

Við fengum skemmtilega heimsókn í dag, föstudaginn 26. október er hluti nemenda á leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði kom til okkar. Í nemendahópnum eru tveir nemendur sem voru að heimsækja mæður sínar í vinnuna og sýna um leið samnemendum sínum vinnustað þeirra.  Með nemendunum á efri myndinni eru þær Berglind Rósa Jósepsdóttir starfsmaður í mötuneyti skólans og Kristín Lilja Friðriksdóttir raungreinakennari.