Starfsbraut

 Nám á starfsbraut

Síðast breytt 22.02.2017

Brautarlýsing og skipulag

Innritun fyrir haustönn 2017

Innritun nemenda á starfsbraut í Fjölbrautaskóla Snæfellinga hefst þann 1. febrúar og stendur til 28. febrúar. Umsækjendur sækja sjálfir veflykil á menntagatt.is en að öðru leyti er þessi innritun með sama hætti og almenn innritun.

Umsækjendur og foreldrar eða forráðamenn geta fengið aðstoð við rafræna innritun óski þeir eftir. Einnig er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu skólans ef spurningar vakna. Umsækjendum og foreldrum eða forráðamönnum er velkomið að heimsækja skólann og kynna sér starf hans á innritunartímabilinu.

Almennar upplýsingar fyrir foreldra

Tilfærsluáætlun

Starfsbraut Fjölbrautaskóla Snæfellinga er fyrir nemendur sem hafa hlotið verulega sérkennslu í grunnskóla og hafa ekki forsendur til að stunda nám á öðrum brautum skólans. Um er að ræða fjögurra ára nám samkvæmt námskrá starfsbrautarinnar. Nemendur brautarinnar eiga möguleika á að stunda nám í almennum áföngum. Sjá nánar:

Innritun nemenda á starfsbraut árið 2011 á sér stað frá 20. janúar til 28. febrúar. Tímamörk almennrar innritunar gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast seinna.  Nánari upplýsingar veitir deildarstjóri starfsbrautar.

Nám

Á starfsbraut skólans er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám, þar sem námsefnið er sniðið við hæfi og getu hvers og eins nemanda. Kennt er eftir einstaklingsnámskrá þar sem lögð er áhersla á sterku hliðar einstaklingsins og þær virkjaðar. Námsþættir eru sniðnir að þörfum og úthaldi nemenda. Námið á starfsbraut er bæði bóklegt og verklegt. Bóklega námið er byggt upp sem undirbúningur fyrir atvinnulífið og þar er mikið lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum og stuðlað að auknu sjálfstæði einstaklingsins í athöfnum daglegs lífs. Mikil áhersla á að nemendur starfsbrautarinnar einangrist ekki, heldur séu hluti af skólanum.

Markmið náms á starfsbraut Fjölbrautaskóla Snæfellinga:

 •  að stuðla að alhliða þroska nemandans. – að nemendur fái einstaklingsmiðuð námstækifæri.
 •  að auka sjálfstraust, sjálfstæði og samskiptahæfni nemenda til daglegra athafna.
 •  að nemendur auki og efli vinnufærni sína – að nemendur fái tækifæri til að kynnast námi og/eða starfi við hæfi

Helstu námsþættir starfsbrautar:

 • bóklegar greinar
 • list- og verkgreinar
 • heilsurækt
 • lífsleikni
 • starfsnám í skóla og á vinnustað/fyrirtækjaheimsóknir

Kennsluaðferðir

Á starfsbraut geta verið ólíkir einstaklingar og því þurfa kennsluaðferðir að vera það. Hver nemandi er með einstaklingsnámsskrá sem unnið er eftir. Fyrirkomulag kennsluaðferða er mjög breytilegt og því geta aðferðir verið í formi einstaklingskennslu, sýnikennslu, hlutverkaleiks, hópkennslu og verklegs náms.

Námsmat

Samkvæmt kaflanum um sérdeildir í Aðalnámsskrá framhaldsskóla er megintilgangur einstaklingsmats að:

 • Afla upplýsinga sem gefa vísbendingar um hæfileika og þekkingu nemandans
 • Beina sjónum að því hvernig nemandinn nýtir sér hæfileika og þekkingi sína
 • Gera grein fyrir getu nemandans til að fylgja þeim kennslumarkmiðum sem skigreind voru með námi hans
 • Styrkja sjálfsmat nemandans og auka vitneskju hans um það hvernig og hvað honum gengur best að læra, við hvað hann þarf aðstoð og hvernig hann tekst á við sínar veiku hliðar

Námsmat er tæki sem á að nota til að sjá hvort settum markmiðum hefur verið náð og fer valið eftir einstaklingnum sem meta skal.