Reglur fyrir utanlandsferðir

Reglur fyrir utanlandsferðir

 

Forsendur fyrir þátttöku í erlendum verkefnum og ferðum á vegum
skólans:
Ástundun í námi (verkefnaskil og mætingar) þarf almennt að vera fulllnægjandi.
Svigrúm á að vera fyrir utanlandsáfanga í einingafjölda nemandans á önninni.
Nemendur eiga að geta og vera tilbúnir til að tjá sig á samskiptatungumáil
verkefnisins.
Nemendur þurfa að vera virkir og taka þátt í undirbúningi og verkefnum
ferðarinn
Nemendur undir 18 ára eiga að skila inn leyfisbréfi frá sýslumanni undirrituðu af
foreldrum eða forráðamönnum.
Fararstjóri skal halda fund með foreldrum nemenda yngri en 18 ára sem í skólaferðalagið fara og kynna þær reglur og þau skilyrði sem nemendur verða að uppfylla í ferðinni.
Nemendur sem ekki hafa áður tekið þátt í erlendu verkefni, geta átt forgang eftir
eðli verkefna. Nemendur eiga að sýna kurteisi og tillitsemi.
Í ferðalögum á vegum skólans eiga nemendur að halda hópinn og fylgjast hver
með öðrum
Nemendur eiga að fara eftir fyrirmælum og fylgja skipulagðri dagskrá.
Nemendur þurfa að virða skólareglur sem og ferðareglur sem settar verða fyrir
ferðina.

Reglubrot
Brot á reglum varða brottvísun úr verkefni (ferð) á eigin kostnað.
Hegðun eða vanvirkni í einni ferð/verkefni hefur áhrif á aðrar mögulegar ferðir og
eða verkefni.

Verkreglur
Það sem þarf að vera ljóst fyrir brottför:
– Öll lyf, sjúkdóma, ofnæmi eða sérfæði hjá einstaklingum í hópnum þarf að
tilkynna til kennara/hópstjóra.
– Nemendur eiga að sækja um og vera með evrópska sjúkratryggingakortið í
ferðinni.
– Nemendur eiga að vera með gild vegabréf.
– Nauðsynlegt er að kennari/hópstjóri viti allt um nemandann varðandi greiningar,
raskanir, kvíða og þunglyndi, ofnæmi, óþol, ferðahræðslu, o. fl.
– Upplýsingar þurfa að liggja fyrir um nánasta aðstandanda/aðstandendur.
– Nemendur skulu skila inn umsókn um þátttöku í verkefnum. (Umsóknarferli
skilgreint fyrir hvert verkefni).