Brautskráning frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorið 2017

Miðvikudaginn 24.maí brautskráðust 23 nemendur frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Af félags- og hugvísindabraut brautskráðust Arna Margrét Vignisdóttir, Dominik Bajda, Emilía Sara Bjarnadóttir, Hafdís Helga Bjarnadóttir, Harpa Lilja Knarran Ólafsdóttir, Kristín María Káradóttir, Melika Sule, Patrycja Pienkowska, Rakel Arna Guðlaugsdóttir, Sanjin Horoz, Styrmir Níelsson, Svanlaugur Atli Jónsson, Særós Lilja T. Bergsveinsdóttir og Tinna Björk Stefánsdóttir. Af náttúru- og raunvísindabraut brautskráðust Árni Elmar Hrafnsson, Birna Sólbjört Jónsdóttir, Brynhildur Inga Níelsdóttir, Jón Glúmur Hólmgeirsson og Karen Líf Gunnarsdóttir. Af opinni braut brautskráðust Bergur Einar Dagbjartsson, Cyrenn Miah Bernaldez Casas, Cyrenn Sarah Bernaldez Casas og Lára Marý Lárusdóttir.

 

Athöfnin hófst á því að stórsveit Snæfellsness flutti lag. Sveitin er skipuð nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga og er jafnan fengin til þess að koma fram við hátíðleg tækifæri, enda stolt skólans.

 

Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir  brautskráði  nemendur og flutti ávarp. Continue reading

Til hamingju Hildur Björg

Hildur Björg Kjartansdóttir sem útskrifaðist frá FSN 18.maí 2013 hefur nú lokið háskólanámi í Bandaríkjunum. Hún lauk Bachelor of Science in Kinesiology.

Við sendum Hildi og fjölskyldu hennar innilegar hamingjuóskir í tilefni þessa áfanga.

 

Til hamingju Sesselja

Það er ánægjulegt að segja frá því að hún Sesselja Gróa Pálsdóttir frá Stykkishólmi varði í gær meistararitgerð í lyfjafræði við Háskóla Íslands. Sesselja Gróa útskrifaðist frá FSN í maí 2011. Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn.