Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2017

Í ár er degi íslenskrar tungu fagnað í tuttugasta og annað sinn á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar.
Að því tilefni eru allir hvattir til að gera örmyndbönd (hámark 1 mínúta) þar sem leitað er svara við eftirfarandi spurningum:
Af hverju er íslenskan mikilvæg fyrir þig? og Af hverju er þú mikilvæg/-ur fyrir íslenskuna?
Myndböndin sem skilað er í skilkassa í áfanganaum Kröfur FSN um ritgerða- og verkefnavinnu, verða birt á heimasíðu skólans. Einnig má setja myndböndin á Facebook-síðu dags íslenskrar tungu, merkt myllumerkinu #daguríslenskrartungu.