Námsbraut í fiskeldi í undirbúningi

Langar þig í fiskeldisnám?

Í undirbúningi er námsbraut í fiskeldi sem er nýtt og spennandi þverfaglegt nám sem fjallar um allt frá sjávarlíffræði og tæknifræði yfir í öflun, meðferð og úrvinnslu gagna.
Þú eykur skilning þinn á umhverfinu sem og á sjávarlífverum.
Þú lærir um helstu aðgerðir sem þarf til þess að sinna tæknistörfum á fiskeldisstöð.
Þú lærir líffræði og það sem tæknimaður í fiskeldi þarf að kunna.
Þú lærir hvernig umhverfið hefur áhrif á fiskeldi og skráningu þeirra gagna sem notuð eru þar, um fóðrun, seiðaeldi, um framleiðsluáætlanir, framleiðsluferli og hagfræði.
Þú færð þjálfun og þekkingu á notkun þess tæknibúnaðar sem þarf í tengslum við vinnu á nútíma hátækni fiskeldisstöð.
Þú kynnist mismunandi fiskum og líffræði þeirra og heilsuþáttum og umhverfisskilyrðum í tengslum við fiskeldi.
Þetta er tveggja ára bóklegt nám en vinnustaðaheimsóknir og starfsnám er mikilvægur þáttur í náminu.

Framhaldsskólahermir 2018

Gallery

This gallery contains 17 photos.

Í dag er Framhaldsskólahermir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Hér höfum við nemendur úr 10.bekkjum grunnskólans í Stykkishólmi, grunnskólans í Grundarfirði, grunnskólans í Snæfellsbæ og grunnskólans á Lýsuhóli. Í Framhaldsdeild FSN á Patreksfirði eru nemendur úr grunnskólum á Tálknafirði, Bíldudal og Patreksfirði. Þetta … Continue reading

1. umsögn 13. febrúar

Mánudaginn 12.febrúar verður ekki kennsla í FSN. Þriðjudaginn 13.febrúar birtist 1.umsögn í INNU. þriðjudaginn 13.febrúar verður umsjónartími þar sem umsjónarkennarar fara yfir umsagnir með umsjónarnemendum sínum.

Umsagnir