Fyrstu skóladagarnir á vorönn 2024

Vinnustöð í stóra salnum. Nemendur vinna sín verkefni og geta leitað til kennara eftir aðstoð.
Vinnustöð í stóra salnum. Nemendur vinna sín verkefni og geta leitað til kennara eftir aðstoð.

Nú er skólastarf komið af stað að að loknu jólafríi. Fyrsti skóladagur á vorönn var  fimmtudaginn 4.janúar og fyrsti óveðursdagurinn var mánudaginn 8.janúar. Við höfum ákveðnar vinnureglur ef að veður eru válynd og nemendur og starfsfólk fá sent sms ef ferðir skólabíla falla niður, sjá nánar hér Áætlun vegna illviðris eða ófærðar. Nokkrar breytingar hafa orðið á skólastarfinu á vorönn. Nú kennum við í FSN á föstudögum í staðinn fyrir að kenna á TEAMS og í stað verkefnatíma tókum við upp vinnustöðvar. Fyrsta vinnustöðin var í morgun og mættu nemendur vel í þennan fyrsta tíma. Vinnustöðvar eru þrisvar í viku og í þær er skyldumæting. Nemendur vinna sjálfstætt að þeim verkefnum sem hafa verið lögð fyrir í áföngum og þeir ráða sjálfir hvernig þeir nýta vinnustöðuna, þeir geta unnið verkefnavinnu, unnið í hópavinnu með fleiri nemendum eða fengið aðstoð frá kennurum.  Það var vel mætt í fyrstu vinnustundina í morgun eins og sjá má á myndum.

Vinnustöð, janúar 2014 Vinnustöð, janúar 2014 Vinnustöð, janúar 2014