Kynning á lokaverkefnum útskriftarefna

Þriðjudaginn 7. maí kl. 10:30 verður haldin kynning á lokaverkefnum útskriftarefna frá FSN í matsal skólans. Kynning lokaverkefna er fastur liður í starfi skólans og gefur það útskriftarefnum færi á að sýna afraksturinn og öðrum nemendum hugmyndir fyrir þeirra eigin lokaverkefni. Öllum er velkomið að koma og hlýða á kynningarnar skoða afraksturinn.

Meðal verkefna þetta árið eru skáldsögur, litabók, líkön af húsum og margt fleira. Sjón er sögu ríkari.

Þið eruð öll velkomin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga