Berlínarferð

Fríður hópur frá FSN í hjólatúr í Berlín
Fríður hópur frá FSN í hjólatúr í Berlín

Þriðja vorið í röð ferðist fríður hópur nemenda FSN til Berlínar. Um er að ræða valáfanga sem nemendum stendur til boða sem hafa lokið eða eru vel á veg komnir í þýskunáminu. Ferðin heppnaðist afbragðs vel, veðrið lék við okkur allan tímann og stemningin í hópnum var góð. Einkar ánægjuleg var hjólaferð með íslenskri fararstjórn um helstu kennileiti og sögustaði Berlínar. Í lok þeirrar ferðar hjóluðum við út á Tempelhof, sem er risastór, aflagður flugvöllur sem gegndi stóru hlutverki eftir Seinni heimsstyrjöldina, þegar Berlín var skipt milli fjórveldanna svokölluðu. Bandaríkjamenn sáu þá Vestur-Berlínarbúum fyrir vistum í gegnum flugsamgöngur, svokallaða Loftbrú. Hann er nú risastórt útivistarsvæði Berlínarbúa. Nemendur fengu mikinn frjálsan tíma þar sem þau önduðu að sér stórborgarmenningunni á sínum forsendum og æfðu sig vonandi aðeins í þýskunni!