Meginmarkmið Farsældarlaganna er að nemandi og foreldrar, sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi án hindrana. Samþætt þjónusta er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns og er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns hverju sinni. Farsæld barna felur í sér að tryggja aðstæður sem skapa barni skilyrði til að ná líkamlegum, sálrænum, vitsmunalegum, siðferðilegum og félagslegum þroska og heilsu á eigin forsendum til framtíðar samkvæmt nýrri löggjöf um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Foreldrar og nemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga hafa aðgang að tengilið við skólann.
Tengiliður vegna farsældarþjónustu er:
Agnes Helga Sigurðardóttir, náms- og strafsráðgjafi agnes@fsn.is
Tengiliður hefur hagsmuni ungmennis að leiðarljósi í samstarfi og samráði við foreldra/forráðamenn og nemanda.
Hlutverk tengiliðar er að:
- Veita upplýsingar um þjónustu í þágu farsældar barns.
- Aðstoða við að tryggja aðgang að frummati á þörfum barns.
- Skipuleggja og fylgja eftir samþættingu fyrsta stigs þjónustu í þágu farsældar barns.
- Koma upplýsingum til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga um þörf fyrir tilnefningu málstjóra þjónustu í þágu farsældar barns.
- Taka þátt í starfi stuðningsteymis eftir því sem við á.
Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt af Alþingi 22. júní 2021. Í lögunum kemur fram að nemendur undir 18 ára aldri og fjölskyldur þeirra geti óskað eftir stuðningi tengiliðs sem veitir upplýsingar og leiðbeiningar um sérhæfða þjónustu innan og utan skólans. Til að óska eftir þjónustu þurfa forráðamenn að fylla út eyðublað með umsókn sem þarf að berast til tengiliðs innan skólans. Tilgangurinn er að auka samstarf þjónustuaðila í þágu farsældar barna og tryggja að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að þjónustu við hæfi.
Nánar um farsældarlögin: