Dæmisaga fyrir framhaldsskólahermi

Fyrirmæli: lesið eftirfarandi dæmisögu og farið því næst eftir fyrirmælum hér að neðan

Einu sinni var kona sem hét Anna. Anna var í sambandi með manni sem hét Georg. Þau voru mjög ástfangin. Vandamálið er að þau bjuggu ekki saman. Í gegn um þorpið þeirra rann á sem skipti því í tvennt. Yfir ánna var erfitt að komast þar sem hún var yfirfull af krókódílum og annari óværu.

Anna þráði ekkert heitar en að komast yfir ánna til að vera með manninum sem hún elskaði. Brúin sem hafði staðið yfir ánni var ónýt svo það var engin leið yfir. Sem betur fer þekkti Anna mann sem hét Sigurður. Hann átti bát og gat flutt fólk yfir þessa hættulegu á. Anna fór því til Sigurðar skipstjóra og bað hann um að flytja sig yfir ánna. Sigurður sagðist glaður flytja hana yfir ána, gegn því að hún svæfi hjá honum fyrst. Anna afþakkaði boðið. Seinna hitti hún vin sinn Jón og sagði honum það sem átt hafði sér stað. Jón sagðist ekki vilja blanda sér í málið. Að lokum sá Anna enga aðra lausn í málinu en að samþykkja boð Sigurðs og sofa hjá honum – sem hún svo gerði. Að því loknu flutti Sigurður hana yfir ána til Georgs.

Þegar Anna var komin til Georgs sagði hún honum alla sólarsöguna á bak við ferðalagið til hans. Georg brást hinn versti við og hætti með henni. Í ástarsorg snéri Anna sér til Ívars og sagði honum af þrautagöngu sinni. Ívari var brugðið og hann fann til með Önnu, í ljósi þess leitaði hann Georg uppi og lamdi hann til óbóta. Anna gladdist mikið yfir örlögum Georgs og þar sem sólin settist mátti heyra Önnu hlæja að málalyktum.


 

Eftir að þið hafið rætt saman (í þriggja manna hópum) eigið þið að taka ákvörðun og gera eftirfarandi:

  1. Raða þessum fimm einstaklingum í röð: Önnu, Georg, Sigurði, Ívari og Jóni. Þið skuluð raða þeim upp í röð frá þeim sem ykkur finnst vera verst/ur (sýna siðferðislega versta framkomu) nr. 1 og enda á þeim sem þér/ykkur fannst hegða sér réttast/ best (sýna siðferðislega besta framkomu) nr 5. 
  2. Útskýrið líka af hverju þessi röð var valin, hverjar voru forsendendurnar og hvað var erfiðast?
    • Þið þurfið að færa rök fyrir því og ræða af hverju þið settuð þau í þessa ákveðnu röð.

Skráið niðurstöður hópsins hér: https://padlet.com/hermann7/d-misaga-yi7tfj55mci6slth