Námi á náttúru- og raunvísindabraut er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu í bóklegum greinum með áherslu á náttúru- og raunvísindi. Nám á brautinni er góður grunnur undir frekara nám á háskólastigi í náttúru- og raunvísindagreinum s.s. heilbrigðisvísindum, náttúruvísindum, stærðfræði og tæknigreingum. Námið er 200 einingar og því lýkur með stúdentsprófi.
Inntökuskilyrði
Nemendur skulu hafa lokið grunnskólaprófi til að innritast á brautina. Til að hefja nám á öðru hæfniþrepi í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla eða hafa lokið fyrsta þreps áfanga í þessum greinum. Nánar er fjallað um inntöku og inntökuskilyrði í skólanámskrá skólans.
Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...
- nota almenna þekkingu á sviði náttúru- og raunvísinda.
- beita viðurkenndum vísindalegum aðferðum við greiningu viðfangsefna, öflun upplýsinga, mat, úrvinnslu og túlkun (m.a. læsi á tölfræðilegar upplýsingar).
- fjalla um og taka þátt í upplýstri umræðu um ýmis mál er tengjast samspili vísinda, tækni og samfélags.
- lesa fræðitexta á íslensku og ensku.
- takast á við frekara nám, einkum í náttúru- og raunvísindum, heilbrgiðisvísindum, verkfræði eða skyldum greinum á háskólastigi.
Brautarlýsing nemenda sem hófu nám fyrir haust 2024.
Neðangreind brautarlýsing á við fyrir nemendur sem hefja nám á haustönn 2024 eða síðar.
Kjarni stúdentsbrauta - 120 einingar
|
Námsgrein |
|
|
Einingar |
Aðferðafræði |
RANN |
3EM05 |
5 |
Enska |
ENSK |
2SG05, 2OL05, 3OG05, 3OR05 |
20 |
Hreyfing |
ÍÞRÓ |
|
4 |
Inngangur að félagsvísindum |
INNF |
1IF05 |
5 |
Inngangur að náttúruvísindum |
INNÁ |
1IN05 |
5 |
Íslenska |
ÍSLE |
2MB05, 2FR05, 3BS05, 3RN05 |
20 |
Jarðfræði söguslóða Eyrbyggju sögu |
ÍSJA |
2EJ05 |
5 |
Kynjafræði |
KYNJ |
2KY05 |
5 |
Lokaverkefni |
LOKA |
2FV01, 3VE03 |
4 |
Lýðheilsa |
LÝÐH |
1NS05 |
5 |
Norðurlandamál eða tilsv. |
DANS |
2LH05 |
5 |
Saga |
SAGA |
2FR05 |
5 |
Skyndihjálp |
SKYN |
1SH02 |
2 |
Stærðfræði |
STÆR |
2SD05, 2TV05 |
10 |
Upplýsingatækni |
UPPD |
2SM05 |
5 |
Þriðja erlenda tungumál |
ÞÝSK |
1GR05, 1BB05, 1ÞC05 |
15 |
Sérhæfing - skylduáfangar - 25 einingar
|
Sérhæfing brautar felst í því að nemandi velur sér 10 einingar á öðru þrepi og 15 einingar á þriðja þrepi úr þeim náttúru- og raunvísindagreinum sem skólinn býður upp á hverju seinni. Tvær námsgreinar þurfa að vera á báðum þrepum.
Frjálst val nemenda eru 30 einingar. Hafa þarf í huga við allt val að einingar á fyrsta þrepi geta verið 33% að hámarki, annars þreps einingar 50% að hámarki og það þurfa að vera að lágmarki 17% eininga á þriðja þrepi. Mikilvægt er að nemendur dýpki sig í ákveðnum greinum til að vera betur í stakk búnir að takast á við frekara nám og mæta aðgangsviðmiðum þeirrar námsleiðar sem þeir stefna á í háskóla.
BYRJUNARÁFANGAR - Nemendur sem hafi lokið íslensku, ensku, dönsku eða stærðfræði í grunnskóla með einkunnina C eða C+ hefja nám í eftirtöldum áföngum á 1. þrepi. ÍSLE1UN05, ENSK1BY05, DANS1GR05 og STÆR1GR05
Síðast breytt 02.10.2024