Almennar reglur
Í skólanum gilda landslög sem skólareglur án þess að þeirra sé sérstaklega getið.
- Nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn eiga að mæta stundvíslega til starfa.
- Nemendur og starfsmenn skulu sýna hver öðrum kurteisi og tillitssemi. Kennari er verkstjóri í kennslustund. Það þýðir að fyrirmælum hans ber að hlýða svo að allir þeir sem tímann sækja, geti fengið að njóta kennslunnar í friði.
- Öll meðferð og neysla áfengis, tóbaks og annarra vímuvaldandi efna er bönnuð í húsnæði, á lóð skólans og á vettvangi skólastarfsins. Sama gildir um notkun rafretta. Þær eru með öllu óheimilar í skólanum.
- Nemendum og kennurum ber að skila kennslurýmum snyrtilegum í lok kennslustundar.
- Nemendum og starfsmönnum ber að ganga snyrtilega um húsnæði og lóð skólans og fara vel með húsmuni og tækjabúnað.
- Nemendur skulu fara eftir þeim reglum sem hver kennari setur um notkun farsíma og annarra tækja í kennslustundum.
- Nemendur bera sjálfir ábyrgð á að kynna sér reglur og starfsáætlanir skólans og kynna sér þær leiðir og möguleika sem þeir hafa til að koma málum sínum á framfæri.
- Nemendur skulu fylgjast reglulega með tilkynningum á vef skólans, Facebooksíðu skólans, auglýsingaskjá og í tölvupósti.
Ef nemandi er staðinn að broti á ofangreindum reglum eru upplýsingar þar um færðar inn í athugasemdir í INNU. Ef viðkomandi nemandi brýtur reglur á sama hátt öðru sinni fær hann formlega áminningu frá skólastjórnendum. Foreldrar nemenda undir 18 ára aldri eru upplýstir um málið. Ef um frekari brot verður að ræða kemur brottvísun til greina.
Síðast breytt 1.febrúar 2018