Skólameistari
- veitir skólanum forstöðu sbr. reglugerð nr. 371/1998 í Stjtíð. B,
- stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans og gætir þess að starfsemi hans sé í samræmi við lög og reglugerðir, námsskrá og önnur gildandi fyrirmæli á hverjum tíma,
- ber ábyrgð á að fjárhagsáætlun skólans sé fylgt.
Aðstoðarskólameistari
- er staðgengill skólameistara og vinnur með honum að við daglega stjórn skólans og rekstur,
- hefur áfangastjórn með höndum, sér um námsferla nemenda og hefur umsjón með útskriftarnemum,
- hefur umsjón með innritun nýrra nemenda og mati á námi úr öðrum skólum í samvinnu við náms- og starfsráðgjafa,
- ber ábyrgð á námsframboði,
- hefur umsjón með vali nemenda í samstarfi við náms- og starfsráðgjafa,
- hefur umsjón með kennsluskiptingu með skólameistara,
- ber ábyrgð á stundatöflugerð nemenda og kennara,
- ber ábyrgð á skráningu einkunna í ferilskrá nemenda og prófskírteinum við námslok,
- fylgist með ákvörðun um námslok ásamt náms- og starfsráðgjafa,
- hefur yfirumsjón með vinnu námsbrauta- og áfangalýsinga,
- sinnir öðrum verkefnum í samráði við skólameistara,
- er umsjónarmaður fjarnáms.
Deildarstjóri Framhaldsdeildar FSN á Patreksfirði
- er nemendum á Patreksfirði til aðstoðar og stuðnings,
- hefur umsjón með nemendum, aðstoðar þá í náminu og í samskiptum við kennara ef á þarf að halda,
- er í samstarfi við aðra starfsmenn, nemendur, foreldra og forráðamenn,
- hefur viðtalstíma fyrir nemendur sína og forráðamenn þeirra.
Deildarstjóri á sérnámsbraut
- annast og ber ábyrgð á kennslu og undirbúningi hennar,
- annast gerð einstaklings- og hópkennsluáætlana og verkefna,
- tekur þátt í og ber ábyrgð á vali á almennum áföngum í samráði við nemendur og foreldra ólögráða nemenda,
- annast og ber ábyrgð á skráningu mætinga nemenda sinna, almennri upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár,
- er í samstarfi við aðra starfsmenn, nemendur, foreldra og forráðamenn,
- hefur viðtalstíma fyrir nemendur sína og forráðamenn þeirra,
- situr a.m.k. einn fund á ári/önn með forráðamönnum nemenda sinna, lögráða sem ólögráða,
- viðheldur faglegri hæfni sinni og hugar að tengslum við aðrar námsgreinar,
- situr kennarafundi,
- kynnir fyrir nemendum tilboð á sviði skóla, dagvistunar, vinnu eða hæfingar þegar námi lýkur,
- annast og ber ábyrgð á skipulagi og innra starfi sérnámsbrautar,
- annast samskipti við Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Menntamálastofnun,
- annast samskipti við starfsþjálfunarstaði fyrir nemendur.
Kennarar
- annast og bera ábyrgð á kennslu og undirbúningi hennar,
- annast og bera ábyrgð á námsmati í þeim áföngum sem þeir kenna hverju sinni og halda nemendum reglulega upplýstum um stöðu sína með leiðbeinandi námsmati, meðal annars samantekt í formi umsagna sem gefnar eru tvisvar á önn og lokamats áfanga,
- sjá um gerð kennsluáætlana, verkefna og prófa í samstarfi við aðra kennara,
- bera ábyrgð á að afla sér starfstengdrar viðbótarþekkingar,
- taka þátt í faglegu samstarfi í kennslugreinum sínum samkvæmt markmiðum í skóla- og aðalnámskrá,
- sitja kennarafundi,
- huga að þverfaglegu samstarfi,
- vinna samkvæmt stefnu og hugmyndafræði skólans. Þar eru notaðar fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat sem er stöðugt í gangi og miðast við hugmyndir um leiðsagnarmat. Eitt markmið leiðsagnarmatsins er að gera nemendur meðvitaða um nám sitt og að nemendur taki ábyrgð á eigin námi,
- annast og bera ábyrgð á skráningu mætinga nemenda sinna, almennri upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár,
- hafa viðtalstíma fyrir nemendur sína og forráðamenn þeirra,
- sitja einn fund á ári með forráðamönnum ólögráða nemenda sinna.
Umsjónarkennarar
- sinna tveimur yngstu árgöngum skólans,
- fylgjast með skólagöngu nemenda sinna og veita aðstoð og leiðsögn um hvaðeina sem viðkemur námi þeirra og gengi í skólanum,
- fylgjast með ástundun nemenda, bæði mætingu og verkefnaskilum,
- hvetja nemendur til að stunda námið af kostgæfni og leita leiða til að aðstoða þá ef þeir þurfa,
- eru í samstarfi við náms- og starfsráðgjafa og stjórnendur um lausnir fyrir nemendur sem þurfa umfangsmeiri aðstoð,
- hitta umsjónarnemendur á fundi í upphafi annar og hafa einstaklingsviðtöl við hvern og einn á fyrstu vikum annarinnar,
- taka alla umsjónanemendur í stöðuviðtöl eftir umsagnir sem birtast í INNU tvisvar á önn,
- aðstoða nemendur við að velja áfanga fyrir næstu önn, sjá til þess að allir velji og staðfesta síðan valið,
- hittast á umsjónarkennarafundi 2-3 sinnum á önn.
Kennarar á sérnámsbraut
- annast og bera ábyrgð á kennslu og undirbúningi hennar,
- annast og bera ábyrgð á námsmati í þeim áföngum sem þeir kenna hverju sinni og halda nemendum reglulega upplýstum um stöðu sína með leiðbeinandi námsmati, meðal annars samantekt í formi umsagna sem eru gefnar tvisvar á önn og lokamat áfanga,
- sjá um gerð einstaklings- og hópkennsluáætlana, verkefna og prófa í samstarfi við aðra kennara,
- taka þátt í og bera ábyrgð á vali á almennum áföngum í samráði við nemendur og foreldra ólögráða nemenda,
- bera ábyrgð á að afla sér starfstengdrar viðbótarþekkingar,
- taka þátt í faglegu samstarfi í kennslugreinum sínum samkvæmt markmiðum skóla- og aðalnámskrár,
- sitja kennarafundi,
- huga að þverfaglegu samstarfi,
- vinna samkvæmt stefnu og hugmyndafræði skólans. Þar eru notaðar fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat sem er stöðugt í gangi og miðast við hugmyndir um leiðsagnarmat. Eitt markmið leiðsagnarmatsins er að gera nemendur meðvitaða um nám sitt og að nemendur taki ábyrgð á eigin námi,
- annast og bera ábyrgð á skráningu mætinga nemenda sinna, almennri upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár,
- eru í samstarfi við aðra starfsmenn, nemendur, foreldra og forráðamenn,
- hafa viðtalstíma fyrir nemendur sína og forráðamenn þeirra,
- sitja einn fund á ári með forráðamönnum ólögráða nemenda sinna,
- kynna fyrir nemendum tilboð á sviði skóla, dagvistunar, vinnu eða hæfingar þegar námi lýkur.
Stuðningsfulltrúar eru aðstoðarmenn kennara eða þroskaþjálfa og:
- aðstoða nemendur við athafnir í daglegu lífi á skólatíma,
- aðstoða kennara eða þroskaþjálfa í kennslustundum í viðfangi við nemendur,
- vinna að sértækum verkefnum með nemendum undir stjórn kennara eða þroskaþjálfa.
Náms- og starfsráðgjafi
- er málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og stendur vörð um velferð þeirra,
- aðstoðar nemendur við gerð námsáætlunar, markmiðssetningu og hjálpar nemendum að átta sig á áhugasviðum sínum, styrkleikum og námsstíl,
- aðstoða nemendur við að bæta vinnubrögð og námstækni, s.s. hvað varðar skipulag, tímastjórnun, lestrar- og glósutækni o.fl.,
- aðstoðar nemendur við að leita að áhugaverðu námi eða starfi og leiðbeinir þeim um gerð náms- og starfsferilskrár,
- skipuleggur heildstæða áætlun í náms- og starfsfræðslu,
- veitir stuðningsviðtöl, mætir á teymisfundi vegna einstakra nemenda og sér um ráðgjöf til foreldra og forráðamanna,
- liðsinnir kennurum vegna námsvanda nemenda,
- tekur þátt í skipulagi umsjónarkennarastarfs
- veitir nemendum og öðrum sem til þeirra leita upplýsingar og fræðslu um starfshætti skólans, skólareglur, kennsluhætti og námsmat,
- hefur yfirumsjón með kynningum á skólanum fyrir væntanlegum nemendum,
- hefur samband við forráðamenn nemenda þegar þörf er á,
- fylgist með nýjungum á svið námsráðgjafar,
- tekur saman skýrslu í lok skólaárs.
Fara skal með vitneskju sem náms- og starfsráðgjafi öðlast um persónuleg mál einstaklinga sem trúnaðarmál.
Forvarnarfulltrúi
- er í forsvari fyrir stefnumörkun og framkvæmd forvarna í skólanum,
- stuðlar að því í samvinnu við starfsmenn, nemendur og forráðamenn þeirra, að forvarnir í víðum skilningi séu hluti af daglegu starfi skólans,
- kemur á framfæri upplýsingum um niðurstöður rannsókna á stöðu og líðan unglinga, samskiptum og fræðslu um fyrirbyggjandi þætti varðandi áhættuhegðun o.fl.,
- leiðir forvarnarstarf sem í felst fræðslu um skaðsemi áfengis, tóbaks og annarra vímuefna, hvatningu til heilbrigðs lífernis og þátttöku í jákvæðu félagslífi ásamt öðru sem stuðlar að sterkri sjálfsmynd nemenda,
- hefur umsjón með forvarnardegi á haustönn,
- tekur saman skýrslu í loka skólaárs.
Tengiliður við nemendafélag
- sér um samskipti á milli stjórnar nemendafélagsins og stjórnenda skólans,
- er nemendum innan handar varðandi málefni nemendafélagsins,
- aðstoðar stjórn nemendafélagsins við að útbúa viðburðaáætlun sem lögð er fyrir skólameistara til samþykkis í upphafi annar,
- situr reglulega fundi með stjórn nemendafélagsins og vinnur með henni að viðburðum á vegum þess eftir því sem þurfa þykir,
- aðstoðar við kosningar í lok hvers skólaárs,
- tekur saman skýrslu í lok skólaárs,
- er skipaður af skólameistara úr röðum starfsfólks.
Sjálfsmatsnefnd
Í sjálfsmatsnefnd sitja þrír starfsmenn skólans auk fulltrúa nemanda. Matsnefndin sér um framkvæmd innra mats skólans, þ.e.
- gæðamat með sjálfsmatslíkani og útgáfu skýrslu,
- kennslukannanir, umsjón, úrvinnsla og kynningu,
- framkvæmd og úrvinnslu annarra kannana til að meta skólastarfið,
- tillögugerð til úrbóta samkvæmt niðurstöðum sjálfsmatsskýrslu og annarra kannana,
- kynningu á niðurstöðum innra mats skólans.
Fagstjóri
- skipuleggur og boðar reglulega fundi innan fagsviðs, að lágmarki 10 sinnum á önn,
- sér til þess að samræmi ríki í kennslu innan námsgreinar/-greina,
- heldur utan um umræður og hugmyndir um val,
- er tengiliður við áfangastjóra varðandi val,
- fylgist með nýjungum í kennslu og námsefnisútgáfu og miðlar til annarra fagkennara,
- ritar fundargerðir og skilar skýrslu í annarlok.
Matráður
- Umsjón með rekstri mötuneytis
- Útbúa matseðla fyrir hverja viku.
- Sjá um innkaup á hráefni og annast eftirlit með kostnaði.
- Bera ábyrgð á að mötuneytið bjóði upp á hollan, góðan og næringarríkan mat í anda heilsueflandi framhaldsskóla.
- Sjá um veitingar fyrir sérstaka viðburði, t.d. útskriftarhátíð skólans, skólanefndarfundi, opið hús, o.fl.
- Bera ábyrgð á heilbrigði og umhverfi mötuneytis.
- Hafa umsjón með tækjum og búnaði í eldhúsi.
- Fylgjast með búnaði og áhöldum í eldhúsi/mötuneyti og sjá um endurnýjun og innkaup þegar þörf er á.
- Umsjón með skráningu á hitastigi kæla.
- Skipuleggja samstarf við aðstoðarmann/menn.
- Sinna öðrum verkefnum í samráði við skólastjórnendur.
Skjalastjóri
Skjalastjóri ber ábyrgð á skjalamálum skólans og að skjalastjórn sé kerfisbundin, skilvirk og í samræmi við lög og reglur sem gilda um opinbera aðila.
Helstu verkefni skjalastjóra:
- Hafa yfirumsjón með skjalamálum og skjalasafni skólans í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og reglur Þjóðskjalasafns.
- Innleiða kerfisbundna skjalastjórn í starfsemi skólans, þ.m.t. að útbúa málalykil og skjalavistunaráætlun, geymslu- og grisjunaráætlun og viðhalda þeim.
- Móta verklagsreglur um meðferð skjala og hafa eftirlit með að unnið sé eftir þeim.
- Hafa umsjón með innleiðingu rafræna skjalastjórnarkerfisins GoPro, stýra aðgangi að því, notkun þess og frágangi mála í kerfinu.
- Fræða starfsfólk, veita ráðgjöf og leiðbeina um vistun og varðveislu pappírsskjala og rafrænna skjala sem og um notkun GoPro.
- Undirbúa og annast afhendingu skjala til Þjóðskjalasafns samkvæmt skjalavistunaráætlun skólans.
- Vera tengiliður við Þjóðskjalasafn Íslands og Hugvit, rekstraraðila GoPro.
- Sinna öðrum verkefnum á sviði skjalamála í samráði við stjórnendur
Skólafulltrúi
- annast öll dagleg skrifstofustörf,
- símavörslu,
- útgáfu vottorða,
- námsferilsskráningu,
- fjarvistaskráningu,
- gerð skýrslna, gerð skírteina og innheimtu gjalda í samráði við
fjármálastjóra.
• taka við tilkynningum um veikindi, leyfi og aðrar fjarvistir starfsmanna og skrá þær.
- skráning/uppfærsla upplýsinga um starfsemi skólans á heimasíðu hans í samráði við skólastjórnendur
- Umsjón með upplýsingaskjá
Skrifstofu - og fjármálastóri
Skrifstofu- og fjármálastjóri FSN annast allar fjárreiður skólans í umboði skólameistara í samræmi við lög og reglur sem þar um gilda. Í því er meðal annars fólgið
- Að fá uppáskrift skólameistara og/eða rafrænt samþykki á alla reikninga.
- Að færa bókhald skólans í samræmi við lög og reglur.
- Að annast afstemmingu á innritunargjöldum og INNU.
- Að stemma af bankareikninga stofnunarinnar við bókhaldskerfi ríkisins.
- Að aðstoða stjórnendur við gerð fjárhags- og rekstraráætlana.
- Að sjá um innheimtu á sér- og ríkistekjum, svo sem innritunargjöldum og útleigu.
- Að sjá um árlegt reikningsuppgjör við Fjársýsluna og Ríkisendurskoðun (ársreikningar).
- Að greiða reikninga vegna skólaaksturs og innheimta til sveitarfélaga.
- Að sækja um endurgreiðslu á VSK til skattstjóra.
- Að gefa að beiðni skólameistara yfirlit um fjárhagsstöðu skóla með tilliti til fjárheimilda á hverjum tíma og hvenær sem þurfa þykir.
- Að uppfæra eignaskráningu.
- Að sjá um launaútreikninga stofnunarinnar.
- Að gera launamiða fyrir verktakagreiðslur.
- Að fylgjast með nýjungum í bókhaldi ríkisins og sækja nauðsynleg námskeið.
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri hefur yfirumsjón með tölvukosti og -kerfum skólans.
Helstu verkefni kerfisstjóra eru:
- Umsjón með hugbúnaði og tölvukerfum skólans.
- Umsjón með öryggismálum tölvukerfa.
- Tæknileg aðstoð við starfsfólk og nemendur.
- Innkaup tækja, vél- og hugbúnaðar.
Þroskaþjálfi
Hefur umsjón með og undirbýr þjálfun / kennslu og námsmat í þeim áfanga / með þeim nemanda, sem honum er falið, þannig að hann fylgi markmiðum FSN. Er samstarfsaðili kennara og annarra starfsmanna skólans eftir því sem við á. Mikilvægt er að þroskaþjálfi og kennari/kennarar starfi náið saman og gæti þess að verkskipting þjóni sem best öllum einstaklingum áfangans. Fylgist með að kennsla og námsefni uppfylli kröfur íslenskra laga og reglugerða sem gilda um rekstur framhaldsskóla.
Ábyrgðarsvið
Ber ábyrgð á og annast þroskaþjálfun og umönnun nemanda með fötlun.
|
Annast undirbúning þjálfunar / kennslu í þeim áfanga / með þeim nemanda sem honum er falið hverju sinni.
|
Ber ábyrgð á samskiptum við fjölskyldu nemanda síns.
|
Annast námsmat í þeim áfanga / fyrir þann nemanda sem honum er falið hverju sinni.
|
Miðlar upplýsingum varðandi sérþarfir nemanda til kennara, annarra starfsmanna skólans og foreldra
|
Stendur vörð um réttindi nemanda síns og stuðlar að því að hann njóti bestu þjónustu sem möguleg er á hverjum tíma.
|
Fylgir vinnuferlum um framkvæmd og skipulag starfsins , innan skilgreiningar reglugerðar nr. 1100/2007 um starfslið og skipulag framhaldsskóla..
|
Ber ábyrgð á að uppfæra eigin ferilskrá með því að afhenda viðeigandi gögn til starfsmannahalds jafnharðan. (Menntun, námskeið, o.fl.)
|
Ber ábyrgð á að verkefni sem undir hann falla séu unnin samviskusamlega, innan settra tímamarka þannig að skólinn geti veitt innri og ytri viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu á hverjum tíma.
|
Ræstitæknir
Ræstitæknir bera ábyrgð á að þrífa skólahúsnæðið.
- Þurrka af borðum, hillum, gluggakistum og öðru eftir því sem við á.
- Þrífa töflur og töflurennur í skólastofum.
- Blaut- eða þurrmoppa gólf eftir því sem við á.
- Þrífa salerni og vaska með viðeigandi búnaði.
- Loftræsta vistarverur á meðan þrifið er og loka gluggum áður en dyrum er læst.
Uppfært 30.september 2020