Stórsveit Snæfellsness var stofnuð árið 2011 og var skipuð ungu tónlistarfólki af Snæfellsnesi sem stundaði nám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Á hverjum tíma var sveitin skipuð nemendum í BigBand áfanga, en frá upphafi hafa um 50 hljóðfæraleikarar tekið þátt í starfinu. Stórsveitin var skrautfjöður í tónlistarlífi Snæfellinga.
Með stofnun Stórsveitarinnar varð til tækifæri fyrir ungt tónlistarfólk til að halda áfram þegar komið var í framhaldsskóla, á tíma þegar mjög margir hætta. Tónlistarhópur eins og Stórsveitin þurftu stöðugt að fá krefjandi viðfangsefni, til að meðlimir fengju að njóta sín og stækka. Það var kúnst að gera það með þennan hóp, þar sem starfsemin var bundin við þann tíma sem hljóðfæraleikararnir voru í námi í FSN. Nokkrum sinnum hefur tekist að fá eldri félaga til að taka þátt í verkefnum. Reynslan hefur hins vegar sýnt að laga þarf tímasetningar og undirbúning að þeirra þörfum, þar sem flest halda þau áfram í námi og eru ekki að staðaldri á svæðinu.
Meðal verkefna stórsveitarinnar voru ýmsir tónleikar og sáu þau líka stundum um spil og söng á útskriftum.
T.d verkefnið "Stórsveit Snæfellsness og Gullöldin" unnið var með tónlist frá 5. 6. og 7. áratugnum. Salsa tónleikar og tónleikar með Stórsveitinni og Samúel Jóni Samúlssyni.
Stjórnendur voru Baldur Orri Rafnsson, Símon Karls Sigurðarsson og Márton Wirth
Á bak við Stórsveitina stóðu félagasamtök og skipuð var eftirtalin stjórn:
Lárus Ástmar Hannesson, formaður
Sævör Þorvarðardóttir, gjaldkeri
Einnig var hún Sigurborg Kr. Hannesdóttir ritari og verkefnastóri.
Ýtið á myndina til að sjá fleirri myndir af starfi Stórsveit Snæfellsness