Tölvureglur

Nemendur fá aðgang að internetinu og þráðlaust tölvunet er til staðar í skólanum.

Skólinn hefur sett eftirfarandi reglur um tölvunotkun í skólanum:

  • Tölvubúnaður Fjölbrautaskóla Snæfellinga er eign skólans og hann á aðeins að nota í viðfangsefni sem tengjast skólastarfinu svo sem við kennslu, kynningar eða á annan hátt sem samræmist markmiðum skólans.
  • Notendanafni og lykilorði notenda er óheimilt að deila með öðrum og nemandi má einungis nota sitt notendanafn á tölvuneti skólans. Handhafi notendanafns er ábyrgur fyrir allri notkun þess.
  • Nemanda er óheimilt að setja upp hugbúnað á tölvur skólans eða breyta á nokkurn hátt uppsetningu tölvubúnaðar.
  • Nemendum er óheimilt að afrita hugbúnað, tónlist, kvikmyndir eða önnur gögn sem eru vernduð höfundarrétti nema ef fyrir liggur leyfi eigenda.
  • Nemendum er bannað að senda óviðeigandi efni með tölvum skólans hvort heldur er í tölvupósti, á vefsíður eða með öðrum verkfærum. Hér er átt við fjölsendingar (keðjubréf, ruslpóst), ósiðlegt efni, og annað sem getur verið særandi eða meiðandi.
  • Nemendum er óheimilt að fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða að afrita nokkur gögn sem eru á tölvuneti skólans önnur en eigin gögn.
  • Óheimilt er að nota net skólans til að reyna að komast ólöglega inn á netsvæði eða tölvur annarra.
  • Óheimilt er að vera með matvæli í nálægð við tölvubúnað skólans.

Ítrekuð eða alvarleg brot á þessum reglum geta leitt til brottvísunar og brot sem varða við landslög verða kærð til lögreglu.

Vanþekking á reglum leysir nemendur ekki undan ábyrgð.

Síðast uppfært 1.febrúar 2018.