Endurmenntunarstefna

Endurmenntunarstefna Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fjölbrautaskóli Snæfellinga leggur áherslu á að starfsmenn viðhaldi og þrói þekkingu sína og faglega hæfni til að auka færni í starfi. Starfsmenn og stjórnendur bera sameiginlega ábyrgð á endurmenntun. Skólinn telur æskilegt að starfsmenn sæki viðurkennd námskeið, málþing og/eða fagráðstefnur árlega. Starfsmenn geta komið óskum sínum um endurmenntun á framfæri í árlegu starfsmannasamtali. Skólinn tekur, eftir atvikum, þátt í kostnaði fyrir þátttöku á ráðstefnum og námskeiðum sem álitin eru til gagns fyrir starf í þágu skólans.

Það er stefna skólans að bjóða reglulega upp á fyrirlestra og námskeið um nýjustu leiðir, strauma og stefnur í námi og kennslu. Einnig er mikilvægt að starfsmenn deili þekkingu sinni og séu reiðubúnir til að aðstoða hver annan í daglegum viðfangsefnum.
Skólameistari og mannauðsstjóri halda skrá yfir það nám og námskeið sem starfsfólk sækir á vegum stofnunarinnar.

Stefnan skal vera aðgengileg á heimasíðu skólans.

Uppfært  18.10.2020