Í neðangreindri grein er sagt frá þróunarverkefninu SNÆ við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Verkefnið fólst í samþættingu námsgreina og tók yfir þrjú skólaár. Markmiðum verkefnisins er lýst og sagt frá undirbúningi þess og framkvæmd. Fjallað er um samþættingu námsgreina, námsmat, erlent samstarf og mat lagt á verkefnið í heild. Meginniðurstaða höfunda er að nám með þessum hætti hafi mun fleiri kosti en ókosti.
Berglind Axelsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Sólrún Guðjónsdóttir eru kennarar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
Samþætting námsgreina hefur fleiri kosti en galla.