Einkunnaorð og gildi FSN

Gildi FSN

Vinna við gildi og stefnu skólans var unnin skólárið 2022-2024. Vinnan fór fram á starfsdögum starfsfólks,  á húsfundum, vinnuhópum og á kennarafundum.  Einkunnarorð FSN voru lengi „Framsækinn framhaldsskóli“, en vorið 2023 var farið í endurskoðun á þeim einkunnarorðum og gaf sú vinna af sér ný einkunnarorð: „Framsækni, sjálfstæði, nýsköpun“. FSN er opinn og framsækinn framhaldsskóli sem leggur áherslu á fjarnám, sjálfstæði og gott kennsluumhverfi og útskrifaðir nemendur eru sjálfstæðir og lausnamiðaðir. Á sama tíma og skólinn og lögð er aukin áhersla á fjarnám vinnur skólinn í mikilli nálægð við nemendur og veitir gott einstaklingsmiðað nám.

 

Framsækni

Skólinn hefur frá upphafi verið framsækinn og leiðandi. Að vera framsækinn vísar til þess að vera eilítið á undan meginstraumnum. Þegar skólinn var stofnaður árið 2004, snerist sú framsækni um kennsluhætti og notkun upplýsingatækni og var byggingin hönnuð utan um þá nálgun.

Sjálfstæði

Nám og kennsla í FSN byggir á aðferðum dreifmenntar.  Í slíku námi reynir meira á sjálfstæði þar sem nemendur þurfa að taka mikla ábyrgð á eigin námi.

 

Nýsköpun

Í FSN er  nemendum veitt góð, almenn undirstöðuþekkingu með áherslu á nýsköpun. Í námi sínu þurfa nemendur að tileinka sér mismunandi nálgun við lausn ýmissa verkefna og temja sér gott verkleg sem og skapandi og listræn vinnubrögð.